Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir og Sævar Freyr Þráinsson skrifa 1. mars 2025 11:31 Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Coda Terminal Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Carbfix hefur í nokkur ár verið að vinna að Coda Terminal í Hafnarfirði og framkvæmt ítarlegt umhverfismat sem sérfræðingar óháðra stofnana hafa farið yfir. Álit Skipulagsstofnunar er að umhverfismatið uppfylli skilyrði laganna og stofnunin leggst ekki gegn framkvæmdinni. Í áliti sínu setur Skipulagsstofnun fram skilyrði sem eru þau sömu og Carbfix hafði þegar lagt til ásamt góðum ábendingum sem Carbfix tekur undir. Það er ekki sjálfgefið að niðurstaða umhverfismats sé eins jákvæð og hér um ræðir og þekkt að Skipulagsstofnun leggist gegn áformum. Það er einmitt merki um vönduð vinnubrögð að greina áhætturnar mjög vandlega, eins og Carbfix hefur gert í umhverfismati, og útlista hvernig á að bregðast við ólíkum aðstæðum skapist áhætta og þar með standa betur að rekstrinum en ella. Þetta eru lögbundnir starfshættir og reglur, sem eiga við um allan rekstur, sem tryggja öryggi eins og best verður á kosið. Óvissa Það að greina óvissu í verkefni sem er í mótun er ekki merki um að því sé ábótavant heldur akkúrat öfugt, að verið sé að skoða það í þaula. Að gera sér vel grein fyrir því sem þarf að kanna betur og leggja fram áætlun um að eyða óvissu er einmitt það sem á að gerast í umhverfismati og í uppbyggingu verkefna almennt. Orkuveitan, Carbfix og önnur dótturfélög taka þessa ábyrgð mjög alvarlega og vilja eyða tortryggni sem sett er fram um starfshættina. Væri áhættan meiri en hægt væri að eyða henni með rannsóknum, væri verkefnið aðlagað þar til áhættan væri sem allra minnst. Þess vegna er ráðgert að byggja upp starfsemina á hverjum stað í áföngum, læra af hverjum og einum áfanga og ekki halda áfram með sömu starfshætti ef það hefur neikvæð áhrif á umhverfi. Með því er óvissu eytt jafnt og þétt. Það að telja hversu oft orðið „óvissa“ kemur fram í áliti Skipulagsstofnunarán þess að skoða samhengi er minna en hálf saga sögð. Þegar talað er um óvissu í álitinu er farið yfir hvernig henni verður eytt með frekari gagnaöflun og rannsóknum til að skapa öruggt og áreiðanlegt verkefni. Í framkvæmdum Hafnarfjarðarbæjar tengdum íþróttahúsi Hauka árið 2022 kom orðið „neikvætt“ t.a.m. fyrir 21. sinni í margfalt umfangsminna áliti Skipulagsstofnunar, hefði ekki átt að byggja upp svæðið? Slíkur mælikvarði er gagnslaus ef ekki er litið til samhengis niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Samfélagið Í upphaflegum áætlunum sem voru lagðar fram í matsáætlun (sem er undanfari umhverfismats) var ráðgert að hafa verkefnið í heild nær Straumsvík. Þá bárust ábendingar frá náttúruverndarsamtökum um að það myndi raska of miklu hrauni og átti það stóran þátt í að færa verkefnið inn á iðnaðarsvæðið. Þar var hlustað á samfélagið og hagsmunasamtök. Það var síðan birt ný útgáfa í umhverfismatsskýrslu þar sem nýtt svæði er teiknað upp sem hefur fengið nokkurn mótbyr. Þá eru næstu skref að skoða það og athuga hvort aðlögun sé möguleg og jafnframt hvort eigi að horfa til hægari uppbyggingar. Það er ekki nýtt að þurfa breyta áætlunum og breyta um stefnu til að ná árangri og fyrir Carbfix er það hluti af kjarna fyrirtækisins að aðlagast. Nýsköpun og rannsóknir haldast í hendur og niðurstöður úr einum fasa vísa veginn í þeim næsta. Niðurstaða Coda Terminal verkefnið í Straumsvík hefur farið gegnum alla rétta ferla og fengið metfjölda umsagna í umhverfismati. Gerðar hafa verið breytingar í samræmi við faglegar ábendingar. Farnar hafa verið vettvangsferðir á mögulegt uppbyggingarsvæði með fulltrúum Heilbrigðiseftirlitsins, Umhverfis- og orkustofnunar og mörgum fleirum til að kynna útlit og aðstæður. Skipulagsstofnun hefur lagt til vöktunaratriði sem á að fylgjast með sem Carbfix tekur undir. Þetta eru staðreyndir málsins þegar kemur að öryggi og umgjörð. Það verður að treysta á þær stofnanir sem best henta til að meta gæði og öryggi. Staðreyndir málsins eru líka að nokkrum hluta íbúa í nágrenni iðnaðarsvæðisins í Hafnarfirði hugnast ekki verkefnið vegna ýmissa ástæðna og því er verkefnið enn í mótun. Höfundar eru forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastýra Carbfix.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun