Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 10:33 Stefan Kraft hugsar sig líklega tvisvar um áður en hann heilsar upp á kött nágrannans aftur. Kötturinn á myndinni er ekki sá sem beit Kraft. Samsett/Getty Stefan Kraft, sem á heimsmetið fyrir lengsta skíðastökk sögunnar, átti ekki sjö dagana sæla í aðdraganda HM í skíðastökki. Þegar hann hafði jafnað sig af þursabiti þá beit köttur nágrannans hann til blóðs. Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal. Skíðaíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira
Kraft er 31 árs Austurríkismaður og einn besti skíðastökkvari heims. Hann varð í 6. sæti í keppni á venjulegum palli, á HM sem nú stendur yfir í Þrándheimi í Noregi, og er klár í slaginn fyrir keppni á hærri palli þar sem hann kemur til með að keppa um verðlaun. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera ekki að keppa í skíðagöngu eða annarri íþrótt sem reyni meira á hendurnar, eftir viðskipti sín við köttinn sem klóraði hann og beit í aðra höndina. „Við leyfðum ketti nágrannans að koma inn í morgunmat og ég lék við hann og klappaði honum. Hann virtist virkilega njóta þess en svo breyttist það allt í einu. Þá réðist hann á höndina mína,“ útskýrði Kraft samkvæmt austurríska miðlinum Kronen Zeitung. Aðdragandi HM var óhefðbundinn hjá Stefan Kraft.Getty/Hendrik Schmidt Kraft fór á sjúkrahús og var sprautaður gegn stífkrampa og barnaveiki af öryggisástæðum, vegna sáranna eftir köttinn. Þá þurfti hann að taka sýklalyf í viku. „Ef ég væri í skíðagöngu eða einhverri íþrótt þar sem ég þyrfti að nota hendurnar þá hefði það ekki gengið. En ég tók bara tvo frídaga og held að líkaminn minn hafi hvort sem er þurft á því að halda. Þá var ég orðinn vel gíraður og tilbúinn í mótið,“ sagði Kraft við NRK í Noregi. Norskir keppinautar hans höfðu gaman að því sem gerðist. „Hvað í ósköpunum var hann að gera hjá nágrannanum? Guð minn góður,“ sagði Kristoffer Eriksen Sundal við NRK. „Þetta er erfiður aðdragandi fyrir hann. Ég veit ekki hvað í ósköpunum hann hefur verið að gera en hjá mér hefur allt verið hefðbundið í undirbúningnum,“ sagði Sundal.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Sjá meira