Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2025 07:03 Þessi maður hefur líklega étið fleiri sveppi en flestir, einn helsti sérfræðingur í virkni Psilocybin á veraldarvísu. Paul Stamets flutti magnaðan fyrirlestur á ráðstefnunni. vísir/vilhelm Mikil og velheppnuð ráðstefna þar sem notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram um síðustu helgi. Þar talaði meðal annarra Rick Doblin sálfræðingur - afar þekktur meðal þeirra sem hafa gefið hugvíkkandi efnum í tengslum við meðferðarstarf gaum. Hann taldi Ísland hafa allt til að taka forystu á heimsvísu í þessum efnum. Og sá engin tormerki á því. „Gott að vera hér. Gott að vera staddur í ríki þar sem lýðræðið blómstrar. Lýðræðið er viðkvæmt, það er ljóst og ágæta fólk; reynið að halda í það í lengstu lög. Það er ekki sjálfgefið. Að því sögðu, víkjum þá að meira upplífgandi umræðuefni sem er dauðinn og hvernig það er að deyja.“ Þessi voru upphafsorð Bandaríkjamannsins Dr. Anthony P. Bossis í hans fyrirlestri og var gerður góður rómur að þeim. Hlátur í salnum. Bossis fjallaði um dauðann og hvernig hugvíkkandi efni geta og hafa hjálpað þeim sem eru að deyja – að sættast við þetta það sem okkur öllum er ætlað. Öllum var ljóst við hvað var átt – það eru uggvænlegar horfur í heiminum um þessar mundir. Donald the Trump setur strik í reikninginn. Stíf dagskrá og panelumræður einkenndu dagskránna. Þarna má meðal annarra sjá Svölu Jóhannesdóttur stofnanda skaðaminnkandi úrræðisins Matthildar sem hefur lengi barist fyrir betri og hættuminni aðstöðu fyrir fíkla. Hún leggur áherslu á að það verði að mæta þeim þar sem þeir eru.vísir/vilhelm Dr. Bossis var einn fjölmargra lærðra fyrirlesara sem talaði á ráðstefnu um hugvíkkandi efni í lækningaskyni eða Psychedelics as Medicine. Þarna voru samankomnir margir helstu sérfræðingar á þessu sviði og Vísir var á staðnum; reyndi að kynna sér hvað væri eiginlega í gangi? Hver eru þessi hugvíkkandi efni sem bönnuð hafa verið hér á landi og víðar að því er virðist á þeim forsendum að öruggara sé að banna en leyfa. Allt bannað sem ekki er sérstaklega leyft? Talandi um lýðræði, oftar en ekki finnst manni nákvæmlega þetta það sem fólki í hinum vestræna heimi býðst. Eða hvað? Sú er stóra spurningin. Skiljanlega er fólk hrætt Hér er við ramman reip að draga. Maður heyrði utan að sér að einhverjum áhugasömum þótti dýrt á ráðstefnuna en þegar litið er til fjölda fyrirlesara þá hlýtur gjaldið að kallast hóflegt: Almennur miði kostaði 59 þúsund krónur, stúdentamiði 39 þúsund, fagpassi 85 þúsund og sérstakur góðgerðarmiði 250 þúsund krónur. Gjöf en ekki gjald. Vísir hitti Söru Maríu Júlíusdóttur, sem flögraði um ráðstefnuna í gleðivímu; hún sagði að uppselt væri á ráðstefnuna og hún þyrfti ekkert að gera. Þetta væri dásamlegt. „Þessi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María. Sannfærð um að efnin verði leyfð á allra næstu árum Sara segir efnin hjálpa læknum að komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð gefur færi á. Hún segir grunnt á fordómum: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir. En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ Dr. David Erritzoe var á ráðstefnunni en hann er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Erritzoe er sannfærður um að notkun slíkra efna í lækningarskyni verði leyfð á næstu árum. Ráðstefnan má heita sigur fyrir Söru Maríu, þeir sem töluðu á ráðstefnunni eru helstu sérfræðingar heims á sínu sviði. Sara bindur vonir við að notkun hugvíkkandi efna verði ekki á gráu svæði í náninni framtíð.vísir/vilhelm Og vissulega var salurinn troðinn. Ekki eins margir frægir á staðnum og maður hefði vænst; eru þetta ekki mestan part pabbar og mömmur? svo vitnað sé óbeint í einn hinna yngri á ritstjórninni. Og jú, uppistaðan var vel til haft fólk á miðjum aldri. Auðvitað voru nokkrir „hippalegir“ á staðnum sem vildu helst liggja á pullum sem hafi verið komið fyrir inni í fyrirlestrarsalnum og frammi þar sem veitingar voru; kaffi en meira te. En þeir voru meira sem krydd en uppistaða. Íslenskt samfélag þarf sjálfhverft fólk sem hefur prófað sveppi Almennt er fólk efins um hin hugvíkkandi efni og auðvitað liggur þetta vel við höggi. Ein þeirra sem hendir gaman að þessu er Theódóra Björk Guðjónsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf: „Þegar ég átti kyrrðarstund í morgun á hugleiðslupúðanum mínum með lífrænt te í bolla og ferskt grænmetisseiði uppi í endaþarminum til að losa um meltinguna og heila gömul óuppgerð áföll teygði ég vitundina út í kosmósinn og spurði leiðbeinendur mína fyrir handan hvað það væri sem íslenskt samfélag þyrfti mest á að halda. Eftir svolitla stund heyrði ég svarið sem undursamlegt hvískur í vindinum; „það sem íslenskt samfélag vantar hvað mest eru fleiri sögur af sjálfhverfu fólki sem prófaði sveppi og náði undraverðum árangri í sjálfsvinnu“.“ Þessi skondna færsla fór sem eldur í sinu um netið. Já, fólk er tvístígandi. Jóhanna Jakobsdóttir þýðandi á Akureyri varar við ákefðinni sem virðist fylgja þessu: Hvaða sjálfhverfa fólk er þetta sem Jóhanna og Theódóra Björk eru að vísa til? Sölva Tryggva? Frosta Logason? Bubba Morthens? Vísir sá engan þeirra þriggja á ráðstefnunni. Reyndar sást glitta í passa merktan Frosta á afgreiðsluborðinu en hann sjálfur fjarri góðu gamni þegar Vísir var á staðnum. Allir þessir hafa dásamað opinberlega hugvíkkandi efni, sagt þau gera sér gott en jafnframt hafa þeir undirstrikað að inntaka slíkra efna fari fram í öruggu umhverfi – hvað svo sem það þýðir? Bubbi fallinn? Þegar Vísir var að segja af því að Bubbi væri að „míkródósa“, en frá því greindi hann á Bylgjunni, var fyrirsögnin „Bubbi fallinn“ afar freistandi að grípa í af sögulegum ástæðum sem ekki verða raktar hér. En hún nær þessu ekki því fullyrt er að þessi hugvíkkandi efni, sem fólk notar meðal annars til að „heila gömul óuppgerð áföll“ eru ekki sögð ánetjandi. Þetta er ekki víma. Og þeir eru fleiri sem skilja hvorki upp né niður. Þórður Árnason gítarsnillingur úr Rifsberju og Stuðmönnum veltir fyrir sér þessum breyttu tímum: „Ég minnist þess þegar síðhærð ungmenni gátu varla komið saman í heimahúsi án þess að eiga á hættu að óeinkennisklæddir laganna verðir ryddust þar inn, sneru öllu við og tækju jafnvel einn eða fleiri með sér til yfirheyrslu til að veiða upp úr þeim hvort það hefðu nú ÖRUGGLEGA ekki verið einhver “hugvíkkandi” efni höfð um hönd í partíinu. Eða hvort þeir þekktu þá alla vega ekki til einhverra sem brúkuðu slíkt. Í fréttum mér til furðu sé: Frúin er að trippa! Hvar er nú hann Kiddi Pé sem kunni að bösta hippa?“ Þórður lætur broskall fylgja til marks um að honum þyki allt þetta tilstand kostulegt. Ketamíni fíllinn í herberginu Þannig er þetta skondið; ruglingslegt og spennandi í senn. Meðal gesta á ráðstefnunni var þingmaðurinn Jón Pétur Zimsen. Hann veit ekki hvort Alþingismönnum almennt var boðið eða hvort hann fékk boð prívat og persónulega. Hann var fyrri daginn, Landsfundur Flokksins kallaði þann seinni. „Ég fékk boð og reyndi að kíkja eins og ég gat. Margt áhugavert í þessu. Já, ég hef pælt aðeins í þessu,“ segir Jón Pétur. Jón Pétur Zimsen þingmaður fór og kynnti sér eftir föngum það sem fram fór á ráðstefnunni. Hann segist hafa hugann opinn fyrir möguleikum sem eru í spilunum; fyrsta skrefið er að kynna sér hvað það er sem er í gangi. Við hlið hans má sjá Snow Raven frá the Sakha Republic (Yakutia) í Siberia. Hún lokaði fyrri deginum með mögnuðum tónlistargjörningi.vísir/vilhelm En að hans mati er mörgum spurningum ósvarað. „Geðlæknir sem ég kannast við fullyrti að þetta yrði grunnurinn á nýrri nálgun í geðlæknum. Á móti kemur: En er þetta snákaolía?“ spyr Jón Pétur sem vill kynna sér málin til hlítar áður en hann tekur afdráttarlausa afstöðu. Margt í þessu virkar ruglingslegt, þetta er svo fjölbreytt. Þarna var til að mynda haldinn mikill fyrirlestur um ketamín. „Bíddu, er það ekki smjörsýra? Þetta sama sem var notað til að byrla á Eldborgarhátíðinni? Einhvers konar hestasvæfing?“ Þingmaðurinn er að vísa í afar athyglisverðan fyrirlestur sem Dr. Lowan H. Stewart hélt um ketamín, „The Psychedelic Elepant in the Room“ og rifja upp tröllasögur sem hann hefur heyrt um efnið í leiðinni. Varist snákaolíuna Jón Pétur segir mörgum spurningum ósvarað. „Ég er opinn fyrir svona pælingum sem virka og eru ekki hættulegar. Samfélagið okkar allt er á leiðinni ekki á góðan stað, bylgja vanlíðanar og tilgangsleysis. Í kringum þetta er þetta tabú, að ræða þetta. Þetta er ekki komið inn í meginstrauminn.“ Og kannski er það nákvæmlega þetta sem gerir hugvíkkandi efni spennandi – þetta eru ókræsilegar sögur sem vilja þvælast fyrir. Þetta er ólöglegt, það er alltaf verið að dansa á þessari línu, yfirvöld vita ekki hvað þau eiga að gera. Frammi á gangi, þar sem fram fóru ýmsar viðræður, var einskonar markaður. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fékk sér vatn og sagði að ef hann væri kominn úr að ofan og farinn að dansa mætti blaðamaður gera sér grein fyrir því að það væri eitthvað í vatninu. Blaðamaður var fljótur að fá sér líka. Á myndinni má sjá þau Biruany & Bixku Huni Kuin, andlega leiðtoga frá Amazon í Brasilíu.vísir/vilhelm „Ég náði ekki að horfa nógu mikið en ég held að það verði ekki langt í að fólk opni á þetta almennt,“ segir Jón Pétur hugsandi. Hann sveiflast og veltir til að mynda fyrir sér fyrirlestri sem Joel Brierre hélt, um hið hraðvirka efni 5-meO-DMT eða búfó – efni sem kemur úr körtum, (god molikule), en hann rekur einhvers konar meðferðarafdrep í Mexíkó. „Þetta er allt mjög áhugavert en ruglandi í senn. Segjum að þetta sé eitthvað rugl? Ég gæti ekki lifað með sjálfum mér ef ég tala fyrir einhverju sem gæti skaðað aðra,“ segir Jón Pétur. Og menn dönsuðu þar til þeir dóu Þingmaðurinn sveiflast, segir þetta áhugavert og ruglandi í senn. Ef þetta sé möguleg lausn þá eigi menn alls ekki að loka augunum fyrir því. Á móti komi að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það sjaldnast þannig. Þetta hljómaði ágætlega en Jón Pétur saknaði þess að þarna væri einhver ábyrgur aðili frá Landlæknisembættinu til að vega þetta og meta. Hlé var gert reglulega. Þegar því hléi var lokið fór þessi kona um með gong og reyndi að koma áhugasömum ráðstefnugestum aftur inn í salinn. Hún kunni að stilla sér upp fyrir framan myndavélina.vísir/vilhelm „Þarna vegast á sjónarmið. Ef þetta er eitthvað, þá er það risastórt. Svo getur líka verið um eitthvað költ að ræða, sumir að græða peninga á snákaolíu; maður verður að vera á varðbergi. En mér sýnist þetta vera komið aðeins lengra núna. Það er efnafræði í þessu og ég hef séð virta einstaklinga núllstilla sig með þessum efnum. En að fikta í heilanum á sér? Viltu skipta um persónuleika? Þetta er mjög sérstakt.“ Jón Pétur segist hafa rætt við mann sem tók MDMA og Psilocybin og lýsti því sem lífsbreytandi reynslu fyrir sig. En svo þvælast gamlar sögur fyrir. Brynja Magnússon listamaður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona með meiru létu sig ekki vanta á ráðstefnuna.vísir/vilhelm „MDMA, er það ekki gamla extasíið sem menn tóku og dönsuðu þar til þeir dóu? Allt er þetta mjög sérstakt og algjörlega nýtt fyrir manni. Mjög fróðlegt. Eins og ég segi, það væri gott ef það kæmu að einhverjir ábyrgir aðilar sem hafa sérþekkingu á þessu. Áramótaskaupið gekk út á þetta að það væru allir að fara á einhvert tripp, kakóseremóníur, svett og hvað þetta heitir nú allt. Þetta virðist orðin einhvers konar alþýðuneysla.“ Afstaða Jóns Péturs sveiflast sem sagt en hann heldur að þetta sé þegar orðið löglegt í einhverjum löndum og ef þetta er það sama og menn voru að sækjast í þegar þeir fóru og týndu sveppi á umferðareyjum, þá sé ljóst að þetta hafi verið hér í óratíma. Afdrifaríkt LSD Sem er reyndar laukrétt hjá Jóni. Gríðarlegur hræðsluáróður var rekinn gegn þessum efnum á tímum Nixons á áttunda áratug síðustu aldar en LSD var efni sem notað til að takast á við áfallastreituröskun hermanna í Víetnamstríðinu. Það fór svo út fyrir rannsóknarstofuna og hippahreyfingin tók hana upp á arma sína og úr varð Flower Power-hreyfingin. Nixon bannaði noktun efninsins í stríði sínu gegn fíkniefnum 1972. Ronald Reagan og Nancy hertu síðan tökin, þetta er merk saga. Enn eru menn að vinda ofan af þeim hugmyndum sem Nancy talaði fyrir: Ótti og ranghugmyndir hafa reynst notkun hugvíkkandi efna og gagnsemi þeirra fjötur um fót. Það sem hins vegar hefur orðið til að koma óorði á efnin eru allskyns sögur og misnotkun. Áhrifarík ræða Pickards Meðal þeirra sem fram komu á ráðstefnunni er Bandaríkjamaðurinn Leonard Jason Pickard sem þekktastur fyrir aðkomu sína að einu stærsta LSD-framleiðslumáli í sögu Bandaríkjanna. Í fangelsinu hélt Pickard áfram rannsóknum og skrifum um hugvíkkandi efni og lýðheilsu. William Leonard Pickard á sér gríðarlega athyglisverða sögu. Hann skrifaði The Rose of Paracelsus: On Secrets & Sacraments (2015), langa, hálfsjálfsævisögulega skáldsögu sem fjallar um menningu hugvíkkandi efna, andlega upplifun og reynslu hans sjálfs. Í bókinni er jafnframt að finna víðtæka umfjöllun um dreifingu hugvíkkandi efna á heimsvísu og heimspekilegar vangaveltur um fíkniefnastefnu. Í júlí 2020, eftir að hafa afplánað næstum tvo áratugi, var Pickard látinn laus af mannúðarástæðum (compassionate release) úr alríkisfangelsi, meðal annars vegna heilsufarsástæðna og breytinga á refsiákvörðunum. Sveppatripp Frá því að Pickard losnaði hefur hann af og til tjáð sig um umbætur á fíkniefnalöggjöf, skaðaminnkun og rannsóknir á hugvíkkandi efnum. Hann sagði frá trú sinni á LSD og hvers vegna hann vildi rannsaka þau og svo fangelsisvistinni. Þegar honum var loks sleppt eftir 20 ár í heim þar sem allt var breytt. Bandaríkjamenn orðnir verulega örvæntingarfullir yfir því hvernig þeir eiga að taka á fentanylfaraldrinum og Pickard talaði um sína sýn á því. Á ráðstefnunni var margt um manninn. Hér má til að mynda sjá Sigurð Pálmason sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á nýjungum á þessu sviði.vísir/vilhelm Og ekki vantaði fyrirlestrana. Útsendara Vísis brá í brún, en lét á engu bera, þegar kynnirinn kynnti Paul Stamets til leiks með þeim orðum að ef menn vissu ekki hver hann er væru þeir líklega á rangri ráðstefnu. Ehhh, já. Stamets er sem sagt einn sá frægasti í bransanum og hefur gefið út fjölda bóka svo sem Mycelium Runnig: How Mushrooms Help Save The World, Growing Gourmet and Medical Mushrooms og Psilocybin Mushrooms of the World. Hann flutti bráðskemmtilegan fyrirlestur um sitt sérsvið sem eru sveppir og virka efnið í þeim – Psilocybin. Stamets rakti feril sveppanna, þeir hafi ferðast frá gamla landinu og aftur til baka. Hann sagði að flest hugvíkkandi efni mætti finna í náttúrunni – hann eins og allir fyrirlesarar var sannfærður um lækningamátt þeirra. Helstu efni sem um ræðir Meðal þess sem Stamets gerði var að birta mynd af vikni efna og skaðsemi þeirra, byggt á rannsóknum. Þar trónir alkóhól í efsta sætinu, heróín fylgdi þar í kjölfarið en neðst á því súluriti var Psilocybin eða sveppir. Stamets fór vítt og breytt yfir sviðið í sínum fyrirlestri og birti meðal annars þessa mynd sem sýnir hversu mikinn skaða ólík efni hafa á þá sem þau taka inn. „Milljón Bandaríkjamanna viðurkenndi að hafa notað sveppi á síðasta ári. Þetta er bylting, gott fólk,“ sagði Stamets. Þau efni sem helst er verið að ræða um þegar talað er um hugvíkkandi efni eru eftirfarandi: 1. Psilocybin (sveppir) 2. LSD (lýsergsýrudíetýlamíð) 3. MDMA (ecstasy) 4. Ketamín 5. DMT (t.d. í ayahuasca) 6. Iboga (Tabernanthe iboga) 7. Bufo (5-MeO-DMT úr „Bufo alvarius“ froski) „Sveppirnir gefa okkur tækifæri til að tengja okkur við alheimsvitundina,“ sagði Stamets sannfærður um ágæti Psilocybin og sveppanna. Þegar blaðamaðurinn fór í ferðalag Sá sem hér skrifar sveiflast og er eins og allir blaðamenn yfirleitt sammála síðasta ræðumanni. Fyrir ári, þegar hann tók viðtal við Þórarinn Ævarsson fór hann vandlega yfir gagnsemi hugvíkkandi efna og lýsti reynslu sinni. Til að vita hvað um ræðir prófaði blaðamaður að fara í svokallað ferðalag og tók þá MDMA og Bufo. Flestir sátu en þó voru nokkrir sem kusu að liggja og hlusta á fyrirlestrana. vísir/vilhelm Ekki fer miklum sögum af þessu ferðalagi; hávær tónlist í hlustum, þéttur trumbusláttur og viðkomandi fann fyrir miklum kærleika til allra og einkum þeirra sem standa honum nærri. Reyndar er ekki sálarflækjunum fyrir að fara, en þarna voru menn í kring grátandi og sumir ýlfrandi eins og sjakalar. Alveg dásamlegt. Ekki var annað að heyra en menn hafi sloppið bærilega frá þessu. Og ekki er hægt að efast um að þetta hjálpar fólki í að takast við áföll: Þórarinn er sannfærður um gagnsemi þessara hugvíkkandi efna og telur þau hreinlega hafa bjargað sér. Hann velkist ekki í vafa um að mörg tabú séu að flækjast fyrir. Af hverju tökum við ekki forystuna? Gabor Maté, læknir og rithöfundur, segir „tengingu milli áfalla og líkamlegra vandamála. Þrátt fyrir það fær meðalnámsmaðurinn í læknisfræði sjaldan vitneskju um þessa tengingar því að hið vestræna módel læknisfræðinnar aðskilur huga frá líkama og einstaklinginn frá umhverfinu“. Colin Kilty fór á kostum sem kynnir á ráðstefnunni. Hann er lærður í sálfræði og áhugasamur um hvernig umhverfið hefur áhrif á fólk.vísir/vilhelm Að hve miklu leyti hafa þau sálrænu áföll sem fólk glímir við áhrif á líkamlegt ástand? Og spyrja má áfram hvort verið geti að sparnaður sé í því fólginn fyrir heilbrigðiskerfið að leyfa MDMA í meðferðarskyni við áfallastreituröskun líkt og Ástralir hafa gert? Reynsla komin á slíkar meðferðir og rannsóknarniðurstöður lofa góðu. Lítið hefur gerst í geðlæknisfræðum síðan Prozac kom fram 1988 og af hverju ættu Íslendingar ekki að vera í fararbroddi í þessum efnum í Evrópu í stað þess að láta Norðmönnum það eftir sem hafa samkvæmt Dr. Lowan H. Stewart leyft ketamín-meðferðir með skilyrðum? Síðasti fyrirlesarinn Í raun er ekki ástæða til að rekja efni þeirra fjölmörgu fyrirlestra sem í boði voru. Vel fór á því að síðasti fyrirlesarinn væri sjálfur Rick Doblin, sálfræðingur sem er afar þekktur meðal þeirra sem hafa gefið hugvíkkandi efnum gaum. Hann er Ameríkani og stofnandi Multidisciplinary Associaton for Psychedelic Studies (MAPS) frá 1986. Hann hefur barist fyrir lögleiðingu MDMA og marijuana í lækningaskyni lengi. Rick Dobin lokaði ráðstefnunni. Hann sagði ljóst að Íslendingar gætu orðið forystuafl á sviði hugvíkkandi efna í lækningarskyni. Það verður athyglisvert að sjá hvernig það fer.vísir Doblin taldi að Ísland gæti orðið fyrirmynd fyrir allan heiminn í þessum efnum, hvorki meira né minna og það þyrfti ekki að taka nema tíu ár. Þetta réðist bæði af stærð þjóðarinnar og staðsetningar landsins. Doblin hefur látið verkin tala en hann sagðist sjálfur óþolinmóður að eðlisfari. Ungur að árum áttaði hann sig á því að stjórnmálin voru fyrirstaða. Hann stúderaði því stjórnmálafræði en komst að því að fyrst og síðast er þetta lamandi ótti, að hans mati, sem stendur rannsóknum og notkun hugbreytandi efna fyrir þrifum. Bekkurinn var þétt setinn á ráðstefna í Hörpu um hugvíkkandi efni. Flest afskaplega venjulegt fólk, pabbar og mömmur, svo vitnað sé í einn ungan á ritstjórninni.vísir/vilhelm Og þar með lauk hinni formlegu dagskrá. Ekki er hægt að segja annað en að vel hefði til tekist. Hvort Ísland verði einhvers konar „prótótýpa“ eða „módel“ fyrir meðferðarstarf þar sem hugvíkkandi efni verða notuð til að „opna lokaðar hirslur sálarlífsins“ mun koma í ljós. Þar er við ótta að eiga sem fyrr, eins og Doblin segir, óttann við það sem fólk ekki þekkir. Stjórnvöld hafa verið á stjákli í kringum þessi mál. Í fyrra mætti til að mynda Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Þeir töldu þetta leið sem þyrfti að skoða betur. En gefur til að mynda sigur Guðrúnar Hafsteinsdóttur í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins ástæðu til að ætla að hér verði hugarfarsbreyting? Allar þessar hugleiðingar og fleiri eru nú í deiglunni. Ráðstefnur á Íslandi Hugvíkkandi efni Háskólar Fréttaskýringar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
„Gott að vera hér. Gott að vera staddur í ríki þar sem lýðræðið blómstrar. Lýðræðið er viðkvæmt, það er ljóst og ágæta fólk; reynið að halda í það í lengstu lög. Það er ekki sjálfgefið. Að því sögðu, víkjum þá að meira upplífgandi umræðuefni sem er dauðinn og hvernig það er að deyja.“ Þessi voru upphafsorð Bandaríkjamannsins Dr. Anthony P. Bossis í hans fyrirlestri og var gerður góður rómur að þeim. Hlátur í salnum. Bossis fjallaði um dauðann og hvernig hugvíkkandi efni geta og hafa hjálpað þeim sem eru að deyja – að sættast við þetta það sem okkur öllum er ætlað. Öllum var ljóst við hvað var átt – það eru uggvænlegar horfur í heiminum um þessar mundir. Donald the Trump setur strik í reikninginn. Stíf dagskrá og panelumræður einkenndu dagskránna. Þarna má meðal annarra sjá Svölu Jóhannesdóttur stofnanda skaðaminnkandi úrræðisins Matthildar sem hefur lengi barist fyrir betri og hættuminni aðstöðu fyrir fíkla. Hún leggur áherslu á að það verði að mæta þeim þar sem þeir eru.vísir/vilhelm Dr. Bossis var einn fjölmargra lærðra fyrirlesara sem talaði á ráðstefnu um hugvíkkandi efni í lækningaskyni eða Psychedelics as Medicine. Þarna voru samankomnir margir helstu sérfræðingar á þessu sviði og Vísir var á staðnum; reyndi að kynna sér hvað væri eiginlega í gangi? Hver eru þessi hugvíkkandi efni sem bönnuð hafa verið hér á landi og víðar að því er virðist á þeim forsendum að öruggara sé að banna en leyfa. Allt bannað sem ekki er sérstaklega leyft? Talandi um lýðræði, oftar en ekki finnst manni nákvæmlega þetta það sem fólki í hinum vestræna heimi býðst. Eða hvað? Sú er stóra spurningin. Skiljanlega er fólk hrætt Hér er við ramman reip að draga. Maður heyrði utan að sér að einhverjum áhugasömum þótti dýrt á ráðstefnuna en þegar litið er til fjölda fyrirlesara þá hlýtur gjaldið að kallast hóflegt: Almennur miði kostaði 59 þúsund krónur, stúdentamiði 39 þúsund, fagpassi 85 þúsund og sérstakur góðgerðarmiði 250 þúsund krónur. Gjöf en ekki gjald. Vísir hitti Söru Maríu Júlíusdóttur, sem flögraði um ráðstefnuna í gleðivímu; hún sagði að uppselt væri á ráðstefnuna og hún þyrfti ekkert að gera. Þetta væri dásamlegt. „Þessi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María. Sannfærð um að efnin verði leyfð á allra næstu árum Sara segir efnin hjálpa læknum að komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð gefur færi á. Hún segir grunnt á fordómum: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir. En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ Dr. David Erritzoe var á ráðstefnunni en hann er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Erritzoe er sannfærður um að notkun slíkra efna í lækningarskyni verði leyfð á næstu árum. Ráðstefnan má heita sigur fyrir Söru Maríu, þeir sem töluðu á ráðstefnunni eru helstu sérfræðingar heims á sínu sviði. Sara bindur vonir við að notkun hugvíkkandi efna verði ekki á gráu svæði í náninni framtíð.vísir/vilhelm Og vissulega var salurinn troðinn. Ekki eins margir frægir á staðnum og maður hefði vænst; eru þetta ekki mestan part pabbar og mömmur? svo vitnað sé óbeint í einn hinna yngri á ritstjórninni. Og jú, uppistaðan var vel til haft fólk á miðjum aldri. Auðvitað voru nokkrir „hippalegir“ á staðnum sem vildu helst liggja á pullum sem hafi verið komið fyrir inni í fyrirlestrarsalnum og frammi þar sem veitingar voru; kaffi en meira te. En þeir voru meira sem krydd en uppistaða. Íslenskt samfélag þarf sjálfhverft fólk sem hefur prófað sveppi Almennt er fólk efins um hin hugvíkkandi efni og auðvitað liggur þetta vel við höggi. Ein þeirra sem hendir gaman að þessu er Theódóra Björk Guðjónsdóttir meistaranemi í félagsráðgjöf: „Þegar ég átti kyrrðarstund í morgun á hugleiðslupúðanum mínum með lífrænt te í bolla og ferskt grænmetisseiði uppi í endaþarminum til að losa um meltinguna og heila gömul óuppgerð áföll teygði ég vitundina út í kosmósinn og spurði leiðbeinendur mína fyrir handan hvað það væri sem íslenskt samfélag þyrfti mest á að halda. Eftir svolitla stund heyrði ég svarið sem undursamlegt hvískur í vindinum; „það sem íslenskt samfélag vantar hvað mest eru fleiri sögur af sjálfhverfu fólki sem prófaði sveppi og náði undraverðum árangri í sjálfsvinnu“.“ Þessi skondna færsla fór sem eldur í sinu um netið. Já, fólk er tvístígandi. Jóhanna Jakobsdóttir þýðandi á Akureyri varar við ákefðinni sem virðist fylgja þessu: Hvaða sjálfhverfa fólk er þetta sem Jóhanna og Theódóra Björk eru að vísa til? Sölva Tryggva? Frosta Logason? Bubba Morthens? Vísir sá engan þeirra þriggja á ráðstefnunni. Reyndar sást glitta í passa merktan Frosta á afgreiðsluborðinu en hann sjálfur fjarri góðu gamni þegar Vísir var á staðnum. Allir þessir hafa dásamað opinberlega hugvíkkandi efni, sagt þau gera sér gott en jafnframt hafa þeir undirstrikað að inntaka slíkra efna fari fram í öruggu umhverfi – hvað svo sem það þýðir? Bubbi fallinn? Þegar Vísir var að segja af því að Bubbi væri að „míkródósa“, en frá því greindi hann á Bylgjunni, var fyrirsögnin „Bubbi fallinn“ afar freistandi að grípa í af sögulegum ástæðum sem ekki verða raktar hér. En hún nær þessu ekki því fullyrt er að þessi hugvíkkandi efni, sem fólk notar meðal annars til að „heila gömul óuppgerð áföll“ eru ekki sögð ánetjandi. Þetta er ekki víma. Og þeir eru fleiri sem skilja hvorki upp né niður. Þórður Árnason gítarsnillingur úr Rifsberju og Stuðmönnum veltir fyrir sér þessum breyttu tímum: „Ég minnist þess þegar síðhærð ungmenni gátu varla komið saman í heimahúsi án þess að eiga á hættu að óeinkennisklæddir laganna verðir ryddust þar inn, sneru öllu við og tækju jafnvel einn eða fleiri með sér til yfirheyrslu til að veiða upp úr þeim hvort það hefðu nú ÖRUGGLEGA ekki verið einhver “hugvíkkandi” efni höfð um hönd í partíinu. Eða hvort þeir þekktu þá alla vega ekki til einhverra sem brúkuðu slíkt. Í fréttum mér til furðu sé: Frúin er að trippa! Hvar er nú hann Kiddi Pé sem kunni að bösta hippa?“ Þórður lætur broskall fylgja til marks um að honum þyki allt þetta tilstand kostulegt. Ketamíni fíllinn í herberginu Þannig er þetta skondið; ruglingslegt og spennandi í senn. Meðal gesta á ráðstefnunni var þingmaðurinn Jón Pétur Zimsen. Hann veit ekki hvort Alþingismönnum almennt var boðið eða hvort hann fékk boð prívat og persónulega. Hann var fyrri daginn, Landsfundur Flokksins kallaði þann seinni. „Ég fékk boð og reyndi að kíkja eins og ég gat. Margt áhugavert í þessu. Já, ég hef pælt aðeins í þessu,“ segir Jón Pétur. Jón Pétur Zimsen þingmaður fór og kynnti sér eftir föngum það sem fram fór á ráðstefnunni. Hann segist hafa hugann opinn fyrir möguleikum sem eru í spilunum; fyrsta skrefið er að kynna sér hvað það er sem er í gangi. Við hlið hans má sjá Snow Raven frá the Sakha Republic (Yakutia) í Siberia. Hún lokaði fyrri deginum með mögnuðum tónlistargjörningi.vísir/vilhelm En að hans mati er mörgum spurningum ósvarað. „Geðlæknir sem ég kannast við fullyrti að þetta yrði grunnurinn á nýrri nálgun í geðlæknum. Á móti kemur: En er þetta snákaolía?“ spyr Jón Pétur sem vill kynna sér málin til hlítar áður en hann tekur afdráttarlausa afstöðu. Margt í þessu virkar ruglingslegt, þetta er svo fjölbreytt. Þarna var til að mynda haldinn mikill fyrirlestur um ketamín. „Bíddu, er það ekki smjörsýra? Þetta sama sem var notað til að byrla á Eldborgarhátíðinni? Einhvers konar hestasvæfing?“ Þingmaðurinn er að vísa í afar athyglisverðan fyrirlestur sem Dr. Lowan H. Stewart hélt um ketamín, „The Psychedelic Elepant in the Room“ og rifja upp tröllasögur sem hann hefur heyrt um efnið í leiðinni. Varist snákaolíuna Jón Pétur segir mörgum spurningum ósvarað. „Ég er opinn fyrir svona pælingum sem virka og eru ekki hættulegar. Samfélagið okkar allt er á leiðinni ekki á góðan stað, bylgja vanlíðanar og tilgangsleysis. Í kringum þetta er þetta tabú, að ræða þetta. Þetta er ekki komið inn í meginstrauminn.“ Og kannski er það nákvæmlega þetta sem gerir hugvíkkandi efni spennandi – þetta eru ókræsilegar sögur sem vilja þvælast fyrir. Þetta er ólöglegt, það er alltaf verið að dansa á þessari línu, yfirvöld vita ekki hvað þau eiga að gera. Frammi á gangi, þar sem fram fóru ýmsar viðræður, var einskonar markaður. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari fékk sér vatn og sagði að ef hann væri kominn úr að ofan og farinn að dansa mætti blaðamaður gera sér grein fyrir því að það væri eitthvað í vatninu. Blaðamaður var fljótur að fá sér líka. Á myndinni má sjá þau Biruany & Bixku Huni Kuin, andlega leiðtoga frá Amazon í Brasilíu.vísir/vilhelm „Ég náði ekki að horfa nógu mikið en ég held að það verði ekki langt í að fólk opni á þetta almennt,“ segir Jón Pétur hugsandi. Hann sveiflast og veltir til að mynda fyrir sér fyrirlestri sem Joel Brierre hélt, um hið hraðvirka efni 5-meO-DMT eða búfó – efni sem kemur úr körtum, (god molikule), en hann rekur einhvers konar meðferðarafdrep í Mexíkó. „Þetta er allt mjög áhugavert en ruglandi í senn. Segjum að þetta sé eitthvað rugl? Ég gæti ekki lifað með sjálfum mér ef ég tala fyrir einhverju sem gæti skaðað aðra,“ segir Jón Pétur. Og menn dönsuðu þar til þeir dóu Þingmaðurinn sveiflast, segir þetta áhugavert og ruglandi í senn. Ef þetta sé möguleg lausn þá eigi menn alls ekki að loka augunum fyrir því. Á móti komi að ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það sjaldnast þannig. Þetta hljómaði ágætlega en Jón Pétur saknaði þess að þarna væri einhver ábyrgur aðili frá Landlæknisembættinu til að vega þetta og meta. Hlé var gert reglulega. Þegar því hléi var lokið fór þessi kona um með gong og reyndi að koma áhugasömum ráðstefnugestum aftur inn í salinn. Hún kunni að stilla sér upp fyrir framan myndavélina.vísir/vilhelm „Þarna vegast á sjónarmið. Ef þetta er eitthvað, þá er það risastórt. Svo getur líka verið um eitthvað költ að ræða, sumir að græða peninga á snákaolíu; maður verður að vera á varðbergi. En mér sýnist þetta vera komið aðeins lengra núna. Það er efnafræði í þessu og ég hef séð virta einstaklinga núllstilla sig með þessum efnum. En að fikta í heilanum á sér? Viltu skipta um persónuleika? Þetta er mjög sérstakt.“ Jón Pétur segist hafa rætt við mann sem tók MDMA og Psilocybin og lýsti því sem lífsbreytandi reynslu fyrir sig. En svo þvælast gamlar sögur fyrir. Brynja Magnússon listamaður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona með meiru létu sig ekki vanta á ráðstefnuna.vísir/vilhelm „MDMA, er það ekki gamla extasíið sem menn tóku og dönsuðu þar til þeir dóu? Allt er þetta mjög sérstakt og algjörlega nýtt fyrir manni. Mjög fróðlegt. Eins og ég segi, það væri gott ef það kæmu að einhverjir ábyrgir aðilar sem hafa sérþekkingu á þessu. Áramótaskaupið gekk út á þetta að það væru allir að fara á einhvert tripp, kakóseremóníur, svett og hvað þetta heitir nú allt. Þetta virðist orðin einhvers konar alþýðuneysla.“ Afstaða Jóns Péturs sveiflast sem sagt en hann heldur að þetta sé þegar orðið löglegt í einhverjum löndum og ef þetta er það sama og menn voru að sækjast í þegar þeir fóru og týndu sveppi á umferðareyjum, þá sé ljóst að þetta hafi verið hér í óratíma. Afdrifaríkt LSD Sem er reyndar laukrétt hjá Jóni. Gríðarlegur hræðsluáróður var rekinn gegn þessum efnum á tímum Nixons á áttunda áratug síðustu aldar en LSD var efni sem notað til að takast á við áfallastreituröskun hermanna í Víetnamstríðinu. Það fór svo út fyrir rannsóknarstofuna og hippahreyfingin tók hana upp á arma sína og úr varð Flower Power-hreyfingin. Nixon bannaði noktun efninsins í stríði sínu gegn fíkniefnum 1972. Ronald Reagan og Nancy hertu síðan tökin, þetta er merk saga. Enn eru menn að vinda ofan af þeim hugmyndum sem Nancy talaði fyrir: Ótti og ranghugmyndir hafa reynst notkun hugvíkkandi efna og gagnsemi þeirra fjötur um fót. Það sem hins vegar hefur orðið til að koma óorði á efnin eru allskyns sögur og misnotkun. Áhrifarík ræða Pickards Meðal þeirra sem fram komu á ráðstefnunni er Bandaríkjamaðurinn Leonard Jason Pickard sem þekktastur fyrir aðkomu sína að einu stærsta LSD-framleiðslumáli í sögu Bandaríkjanna. Í fangelsinu hélt Pickard áfram rannsóknum og skrifum um hugvíkkandi efni og lýðheilsu. William Leonard Pickard á sér gríðarlega athyglisverða sögu. Hann skrifaði The Rose of Paracelsus: On Secrets & Sacraments (2015), langa, hálfsjálfsævisögulega skáldsögu sem fjallar um menningu hugvíkkandi efna, andlega upplifun og reynslu hans sjálfs. Í bókinni er jafnframt að finna víðtæka umfjöllun um dreifingu hugvíkkandi efna á heimsvísu og heimspekilegar vangaveltur um fíkniefnastefnu. Í júlí 2020, eftir að hafa afplánað næstum tvo áratugi, var Pickard látinn laus af mannúðarástæðum (compassionate release) úr alríkisfangelsi, meðal annars vegna heilsufarsástæðna og breytinga á refsiákvörðunum. Sveppatripp Frá því að Pickard losnaði hefur hann af og til tjáð sig um umbætur á fíkniefnalöggjöf, skaðaminnkun og rannsóknir á hugvíkkandi efnum. Hann sagði frá trú sinni á LSD og hvers vegna hann vildi rannsaka þau og svo fangelsisvistinni. Þegar honum var loks sleppt eftir 20 ár í heim þar sem allt var breytt. Bandaríkjamenn orðnir verulega örvæntingarfullir yfir því hvernig þeir eiga að taka á fentanylfaraldrinum og Pickard talaði um sína sýn á því. Á ráðstefnunni var margt um manninn. Hér má til að mynda sjá Sigurð Pálmason sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á nýjungum á þessu sviði.vísir/vilhelm Og ekki vantaði fyrirlestrana. Útsendara Vísis brá í brún, en lét á engu bera, þegar kynnirinn kynnti Paul Stamets til leiks með þeim orðum að ef menn vissu ekki hver hann er væru þeir líklega á rangri ráðstefnu. Ehhh, já. Stamets er sem sagt einn sá frægasti í bransanum og hefur gefið út fjölda bóka svo sem Mycelium Runnig: How Mushrooms Help Save The World, Growing Gourmet and Medical Mushrooms og Psilocybin Mushrooms of the World. Hann flutti bráðskemmtilegan fyrirlestur um sitt sérsvið sem eru sveppir og virka efnið í þeim – Psilocybin. Stamets rakti feril sveppanna, þeir hafi ferðast frá gamla landinu og aftur til baka. Hann sagði að flest hugvíkkandi efni mætti finna í náttúrunni – hann eins og allir fyrirlesarar var sannfærður um lækningamátt þeirra. Helstu efni sem um ræðir Meðal þess sem Stamets gerði var að birta mynd af vikni efna og skaðsemi þeirra, byggt á rannsóknum. Þar trónir alkóhól í efsta sætinu, heróín fylgdi þar í kjölfarið en neðst á því súluriti var Psilocybin eða sveppir. Stamets fór vítt og breytt yfir sviðið í sínum fyrirlestri og birti meðal annars þessa mynd sem sýnir hversu mikinn skaða ólík efni hafa á þá sem þau taka inn. „Milljón Bandaríkjamanna viðurkenndi að hafa notað sveppi á síðasta ári. Þetta er bylting, gott fólk,“ sagði Stamets. Þau efni sem helst er verið að ræða um þegar talað er um hugvíkkandi efni eru eftirfarandi: 1. Psilocybin (sveppir) 2. LSD (lýsergsýrudíetýlamíð) 3. MDMA (ecstasy) 4. Ketamín 5. DMT (t.d. í ayahuasca) 6. Iboga (Tabernanthe iboga) 7. Bufo (5-MeO-DMT úr „Bufo alvarius“ froski) „Sveppirnir gefa okkur tækifæri til að tengja okkur við alheimsvitundina,“ sagði Stamets sannfærður um ágæti Psilocybin og sveppanna. Þegar blaðamaðurinn fór í ferðalag Sá sem hér skrifar sveiflast og er eins og allir blaðamenn yfirleitt sammála síðasta ræðumanni. Fyrir ári, þegar hann tók viðtal við Þórarinn Ævarsson fór hann vandlega yfir gagnsemi hugvíkkandi efna og lýsti reynslu sinni. Til að vita hvað um ræðir prófaði blaðamaður að fara í svokallað ferðalag og tók þá MDMA og Bufo. Flestir sátu en þó voru nokkrir sem kusu að liggja og hlusta á fyrirlestrana. vísir/vilhelm Ekki fer miklum sögum af þessu ferðalagi; hávær tónlist í hlustum, þéttur trumbusláttur og viðkomandi fann fyrir miklum kærleika til allra og einkum þeirra sem standa honum nærri. Reyndar er ekki sálarflækjunum fyrir að fara, en þarna voru menn í kring grátandi og sumir ýlfrandi eins og sjakalar. Alveg dásamlegt. Ekki var annað að heyra en menn hafi sloppið bærilega frá þessu. Og ekki er hægt að efast um að þetta hjálpar fólki í að takast við áföll: Þórarinn er sannfærður um gagnsemi þessara hugvíkkandi efna og telur þau hreinlega hafa bjargað sér. Hann velkist ekki í vafa um að mörg tabú séu að flækjast fyrir. Af hverju tökum við ekki forystuna? Gabor Maté, læknir og rithöfundur, segir „tengingu milli áfalla og líkamlegra vandamála. Þrátt fyrir það fær meðalnámsmaðurinn í læknisfræði sjaldan vitneskju um þessa tengingar því að hið vestræna módel læknisfræðinnar aðskilur huga frá líkama og einstaklinginn frá umhverfinu“. Colin Kilty fór á kostum sem kynnir á ráðstefnunni. Hann er lærður í sálfræði og áhugasamur um hvernig umhverfið hefur áhrif á fólk.vísir/vilhelm Að hve miklu leyti hafa þau sálrænu áföll sem fólk glímir við áhrif á líkamlegt ástand? Og spyrja má áfram hvort verið geti að sparnaður sé í því fólginn fyrir heilbrigðiskerfið að leyfa MDMA í meðferðarskyni við áfallastreituröskun líkt og Ástralir hafa gert? Reynsla komin á slíkar meðferðir og rannsóknarniðurstöður lofa góðu. Lítið hefur gerst í geðlæknisfræðum síðan Prozac kom fram 1988 og af hverju ættu Íslendingar ekki að vera í fararbroddi í þessum efnum í Evrópu í stað þess að láta Norðmönnum það eftir sem hafa samkvæmt Dr. Lowan H. Stewart leyft ketamín-meðferðir með skilyrðum? Síðasti fyrirlesarinn Í raun er ekki ástæða til að rekja efni þeirra fjölmörgu fyrirlestra sem í boði voru. Vel fór á því að síðasti fyrirlesarinn væri sjálfur Rick Doblin, sálfræðingur sem er afar þekktur meðal þeirra sem hafa gefið hugvíkkandi efnum gaum. Hann er Ameríkani og stofnandi Multidisciplinary Associaton for Psychedelic Studies (MAPS) frá 1986. Hann hefur barist fyrir lögleiðingu MDMA og marijuana í lækningaskyni lengi. Rick Dobin lokaði ráðstefnunni. Hann sagði ljóst að Íslendingar gætu orðið forystuafl á sviði hugvíkkandi efna í lækningarskyni. Það verður athyglisvert að sjá hvernig það fer.vísir Doblin taldi að Ísland gæti orðið fyrirmynd fyrir allan heiminn í þessum efnum, hvorki meira né minna og það þyrfti ekki að taka nema tíu ár. Þetta réðist bæði af stærð þjóðarinnar og staðsetningar landsins. Doblin hefur látið verkin tala en hann sagðist sjálfur óþolinmóður að eðlisfari. Ungur að árum áttaði hann sig á því að stjórnmálin voru fyrirstaða. Hann stúderaði því stjórnmálafræði en komst að því að fyrst og síðast er þetta lamandi ótti, að hans mati, sem stendur rannsóknum og notkun hugbreytandi efna fyrir þrifum. Bekkurinn var þétt setinn á ráðstefna í Hörpu um hugvíkkandi efni. Flest afskaplega venjulegt fólk, pabbar og mömmur, svo vitnað sé í einn ungan á ritstjórninni.vísir/vilhelm Og þar með lauk hinni formlegu dagskrá. Ekki er hægt að segja annað en að vel hefði til tekist. Hvort Ísland verði einhvers konar „prótótýpa“ eða „módel“ fyrir meðferðarstarf þar sem hugvíkkandi efni verða notuð til að „opna lokaðar hirslur sálarlífsins“ mun koma í ljós. Þar er við ótta að eiga sem fyrr, eins og Doblin segir, óttann við það sem fólk ekki þekkir. Stjórnvöld hafa verið á stjákli í kringum þessi mál. Í fyrra mætti til að mynda Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Þeir töldu þetta leið sem þyrfti að skoða betur. En gefur til að mynda sigur Guðrúnar Hafsteinsdóttur í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins ástæðu til að ætla að hér verði hugarfarsbreyting? Allar þessar hugleiðingar og fleiri eru nú í deiglunni.
Ráðstefnur á Íslandi Hugvíkkandi efni Háskólar Fréttaskýringar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira