Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 12:00 Milena Widlak hefði getað verið að keppa á HM ungmenna í Östersund í Svíþjóð en lenti í skelfilegu slysi á æfingu. Instagram/Milena Widlak Hin 18 ára gamla Milena Widlak, pólsk skíðaskotfimikona, lenti í skelfilegu slysi á æfingu fyrir tveimur vikum og nú telja læknar aðeins eitt prósent líkur á því að hún muni einhvern tímann geta svo mikið sem sest upp sjálf. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvernig slysið átti sér stað en þó er ljóst að Widlak klessti á tré sem var 2-3 metrum utan brautarinnar sem hún æfði á. Áreksturinn olli afar alvarlegum skaða á höfði og mænu. Widlak var um tíma vart hugað líf en er nú úr lífshættu og er líðan hennar stöðug. Engu að síður er ástand hennar enn grafalvarlegt og líklegast að hún sé lömuð frá mitti og niður, líkt og Agnieszka Cyl, yfirmaður íþróttamála hjá pólska skíðaskotfimisambandinu, sagði við fjölmiðla: „Ástand okkar ungu skíðaskotfimikonu er afar, afar slæmt. Eftir mænuaðgerð hafa læknarnir sagt að hún eigi eins prósents líkur á að geta nokkurn tímann sest upp sjálf.“ Man ekki sjálf hvað gerðist Svo virðist sem að Widlak hafi fallið áður en hún lenti á trénu og að hún hafi ekki náð að gera neitt til að draga úr árekstrinum. Widlak man sjálf ekki nákvæmlega hvað gerðist. Pólski miðillinn Fakt spurði Tomasz Sikora, fremsta skíðaskotfimimann sem Pólverjar hafa átt, út í slysið og hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. „Ég man eftir alvarlegum slysum í skíðaskotfimi en níutíu prósent þeirra tengjast notkun á vopnum. Vanalega gerast slysin ekki á skíðaæfingum. Ég man að einu sinni féll trjágrein á einhvern eftir að hún brotnaði í sterkum vindi. Ég man hins vegar ekki eftir neinu svona slysi á skíðagöngusvæði,“ sagði Sikora sem telur ekki raunhæft að draga úr slysahættu með því til að mynda að klæða öll tré með dýnum til að draga úr mögulegum höggum. Skíðaíþróttir Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvernig slysið átti sér stað en þó er ljóst að Widlak klessti á tré sem var 2-3 metrum utan brautarinnar sem hún æfði á. Áreksturinn olli afar alvarlegum skaða á höfði og mænu. Widlak var um tíma vart hugað líf en er nú úr lífshættu og er líðan hennar stöðug. Engu að síður er ástand hennar enn grafalvarlegt og líklegast að hún sé lömuð frá mitti og niður, líkt og Agnieszka Cyl, yfirmaður íþróttamála hjá pólska skíðaskotfimisambandinu, sagði við fjölmiðla: „Ástand okkar ungu skíðaskotfimikonu er afar, afar slæmt. Eftir mænuaðgerð hafa læknarnir sagt að hún eigi eins prósents líkur á að geta nokkurn tímann sest upp sjálf.“ Man ekki sjálf hvað gerðist Svo virðist sem að Widlak hafi fallið áður en hún lenti á trénu og að hún hafi ekki náð að gera neitt til að draga úr árekstrinum. Widlak man sjálf ekki nákvæmlega hvað gerðist. Pólski miðillinn Fakt spurði Tomasz Sikora, fremsta skíðaskotfimimann sem Pólverjar hafa átt, út í slysið og hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. „Ég man eftir alvarlegum slysum í skíðaskotfimi en níutíu prósent þeirra tengjast notkun á vopnum. Vanalega gerast slysin ekki á skíðaæfingum. Ég man að einu sinni féll trjágrein á einhvern eftir að hún brotnaði í sterkum vindi. Ég man hins vegar ekki eftir neinu svona slysi á skíðagöngusvæði,“ sagði Sikora sem telur ekki raunhæft að draga úr slysahættu með því til að mynda að klæða öll tré með dýnum til að draga úr mögulegum höggum.
Skíðaíþróttir Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast