Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 14:06 Ísak Steinsson á góðri stund á EM U20-landsliða í fyrra. HSÍ Snorri Steinn Guðjónsson valdi meðal annars nítján ára nýliða í landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Grikkland í undankeppni EM karla í handbolta. Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Nýliðinn heitir Ísak Steinsson og er markvörður Drammen í Noregi, þar sem hann hefur búið mestalla sína ævi. Hann hefur leikið fyrir yngri landslið Íslands og valdi þau fram yfir Noreg. Snorri tók fram á blaðamannafundi í dag að hann hefði beðið lengur en ella með að velja landsliðshópinn núna vegna meiðsla hjá leikmönnum. Hópurinn sem Snorri Steinn valdi til að mæta Grikkjum. Búast má við að það bætist leikmenn við þennan hóp.Vísir/Sigurjón Fjölda sterkra leikmanna vantar í hópinn en Snorri sagði að búast mætti við að það bætist leikmenn við 16 manna hópinn sem hann kynnti í dag. Í hópnum eru Andri Rúnarsson og hægri skytturnar Arnór Snær Óskarsson og Kristján Örn Kristjánsson, auk Ísaks, sem ekki voru á HM í janúar. Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur átt við meiðsli að stríða, líkt og Ómar Ingi Magnússon. Elvar Örn Jónsson var einnig að meiðast og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að komast af stað aftur eftir meiðsli. Viggó Kristjánsson er einnig meiddur sem og Teitur Örn Einarsson, svo að þrjár af helstu hægri skyttum liðsins eru úr leik vegna meiðsla. Sveinn Jóhannsson og Bjarki Már Elísson, sem báðir voru í HM-hópnum, eru einnig ekki með núna en báðir meiddust á mótinu. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum að þessu sinni en þeir Viktor Gísli eru enn bestu markverðir Íslands að sögn Snorra. Ísland er á góðri leið í átt að sínu fjórtánda Evrópumóti í röð eftir að hafa unnið Bosníu og Georgíu í nóvember. Nú taka við tveir leikir við Grikkland, 12. mars í Kalkida á eyjunni Evia og svo 15. mars í Laugardalshöll, áður en undankeppninni lýkur svo með tveimur leikjum í maí. Ísland er efst í sínum riðli með fjögur stig, Grikkland og Bosnía eru með tvö og Georgía án stiga. Efstu tvö liðin fara á EM og liðið í 3. sæti gæti einnig komist þangað.
Vinstra horn: Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Stiven Valencia, Benfica Vinstri skyttur: Andri Rúnarsson, Leipzig Aron Pálmarsson, Veszprém Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Miðjumenn: Janus Daði Smárason, Pick Szeged Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest Hægri skyttur: Arnór Snær Óskarsson, Kolstad Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen Sigvaldi Guðjónsson, Kolstad Línumenn: Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia Markmenn: Ísak Steinsson, Drammen Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira