Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. mars 2025 17:02 Þormóður lét nýverið taka íbúðina í gegn sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbuð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta. Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs. Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira