Lizzy, eins og Elisabeth er gjarnan kölluð, er mikil ævintýrakona og hefur ferðast víða. Parið er nýkomið heim úr ferðalagi um Suður Afríku þar sem Lizzy á fjölskyldu en um þessar mundir eru þau stödd í skíðaferðalagi í Sviss.
Íbúðin er björt og falleg tveggja herbergja stílhrein eign á fjórðu hæð við Hafnarbraut 14b, Kópavogi, og ýmis skemmtileg listaverk þekja veggina hjá parinu. Sérmerkt stæði í lokaðri bílageymslu fylgir. Hér má sjá nánari upplýsingar um íbúðina.



