Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson skrifa 4. mars 2025 07:03 Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun