Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar 4. mars 2025 09:30 Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Lech Wałęsa, fyrrum forseti Póllands, hefur skrifað opið bréf vegna framkomu stjórnvalda Bandaríkjanna í garð Úkraínu. Áður en Wałęsa varð forseti leiddi hann andspyrnu gegn Sovétstjórninni í heimalandinu sínu. Undir bréfið rita 38 aðrir sem tóku þátt í þeirri baráttu með honum. Það hefst svona, í þýðingu undirritaðs: Við horfðum á fréttir um samtal þitt við forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, af ótta og andúð. Okkur þykja væntingar þínar um að sýna eigi virðingu og þakklæti fyrir efnislega aðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu í baráttunni gegn Rússlandi móðgandi. Þakklætið eiga skilið hetjulegir úkraínskir hermenn sem hafa úthellt blóði sínu í vörn fyrir gildi hins frjálsa heims. Þeir hafa dáið á víglínunni í meira en 11 ár í nafni þessara gilda og sjálfstæðis föðurlands síns, sem á var ráðist af Rússlandi Pútíns. Við skiljum ekki hvernig leiðtogi lands, sem er táknmynd hins frjálsa heims, getur ekki séð þetta. Okkur greip einnig skelfing, þar sem að andrúmsloftið í herberginu í þessu samtali minnti okkur á það sem við þekkjum vel úr yfirheyrslum öryggisþjónustunnar og sölum kommúnistadómstóla. Saksóknarar og dómarar að fyrirskipan hinnar allsráðandi kommúnistalögreglu útskýrðu fyrir okkur að þeir héldu á öllum spilunum en við á engum. Þeir kröfðust þess að við hættum starfsemi okkar, með þeim rökum að þúsundir saklausra manna þjáðust vegna okkar. Þeir sviptu okkur frelsi okkar og borgaralegum réttindum af því að við neituðum að vinna með stjórnvöldum og sýna þeim þakklæti. Okkur er misboðið að Volodymyr Zelensky forseti hafi verið meðhöndlaður á sama hátt. Saga 20. aldarinnar sýnir að í hvert skipti sem Bandaríkin hafa reynt að fjarlægja sig lýðræðislegum gildum og bandamönnum sínum í Evrópu, varð það á endanum ógn við þau sjálf. Í bréfinu er síðan minnt á skuldbindinguna sem Bandaríkin gengust undir ásamt Bretlandi árið 1994 með Búdapest-samkomulaginu, þar sem Úkraína féllst á að gefa eftir kjarnorkuvopn sín í skiptum fyrir varnir á landamærum sínum. Sú skuldbinding hafi verið skilyrðislaus. Þetta fólk þekkir það hvernig það er að berjast gegn harðstjórn. Þeir vita hvernig hún virkar. Harðstjórn virkar nefnilega alltaf og alls staðar eins af því að ofbeldi og valdbeiting er frumstæð og einföld. Fyrir þessa baráttu fékk Wałęsa Friðarverðlaun Nóbels. Ekki fyrir að tala fyrir friði heldur fyrir að berjast fyrir honum. Að sama skapi eru leiðirnar til að halda aftur af harðstjórn einfaldar. Það er gert með samningum og samvinnu og með því að passa það af öllu afli af það séu línur sem ekki er farið yfir. Slíkt kerfi verður aldrei fullkomið – í öll kerfi er innbyggður ófullkomleiki og hræsni – en ef við ætlum að láta það vera afsökun til að brjóta bara niður öll slík kerfi og leyfa harðstjórum bara að ráðskast með okkur hin án baráttu þá getum við bara eins gleymt því að hér hafi nokkurn tímann verið gerð tilraun til að byggja upp eitthvað sem kallast siðmenning. Við Íslendingar höfum sem betur fer lengi búið við þann lúxus að þurfa ekki að láta okkur svona lagað varða, ekki frekar en við þurfum. Allt frá lýðveldisstofnun hið minnsta. Aðrir hafa bara einfaldlega séð um þetta fyrir okkur. Nú er hins vegar svo komið að sá lúxus er horfinn. Þetta eru þeir tímar sem við lifum á og við ráðum því ekki. Við ráðum bara hvernig við bregðumst við og hvort við viljum þar læra af öðrum. Hér á Íslandi búa núna vel rúmlega 20.000 Pólverjar. Ef okkur er fyllilega alvarlega um að við viljum frið, þá er kannski nærtækt að ræða við fólk sem hefur reynslu af því að berjast fyrir honum. Höfundur er friðarsinni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun