Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta halda áfram og verða fjórir leiki sýndir beint í kvöld.
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er án vafa leikur Paris Saint Germain og Liverpool í París.
Það verður líka spennandi að sjá uppgjör þýsku liðanna Bayern München og Bayer Lerverkusen. Hollenska félagið Feyenoord fær líka Internazionale í heimsókn.
Það er líka nóg að gera í Bónus deild kvenna í körfubolta og þar stendur hæst Reykjanesbæjarslagur Njarðvíkur og Keflavíkur. Valskonur taka líka á móti Haukum og Aþena fær Tindastól í heimsókn. Umferðin verður síðan gerð upp eftir leikina í Bónus Körfuboltakvöldi.
Einnig verður sýnt frá unglingadeild UEFA í fótbolta, þýsku kvennadeildinni í fótbolta og NHL-deildinni í íshokkí.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 hefst útsending frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Klukkan 21.05 hefst þáttur af Bónus Körfuboltakvöldi kvenna þar sem umferð vikunnar verður gerð upp.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 12.55 hefst útsending frá leik Hoffenheim og Manchester City í unglingadeild UEFA.
Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Bayern München og Internazionale í unglingadeild UEFA.
Klukkan 19.25 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Paris Saint Germain og Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 22.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið er yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.35 hefst útsending frá leik Feyenoord og Internazionale í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Vodafone Sport
Klukkan 17.25 hefst útsending frá leik Zeiss Jena og Freiburg í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Bayern München og Bayer Lerverkusen í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.
Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik New York Rangers og Washington Capitals í NHL-deildinni í íshokkí.
Bónus deildar rás 1
Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta.
Bónus deildar rás 2
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Aþenu og Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta.