Styðjum Magnús Karl í embætti rektors Háskóla Íslands Ársæll Már Arnarsson skrifar 7. mars 2025 10:48 Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild. Magnús Karl hefur gegnt prófessorsstöðu við Háskóla Íslands í hálfan annan áratug og á þeim tíma meðal annars starfað sem deildarforseti tvívegis og sinnt kennslu og rannsóknum jöfnum höndum. Magnús Karl er vinsæll kennari og afkastamikill vísindamaður sem hefur sinnt fjölmörgum öðrum stjórnunar- og nefndarstörfum innan háskóla- og vísindasamfélagsins og utan. Magnús Karl hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands sem meðal annars er reist á betri fjármögnun skólans, eflingu innviða og auknu samstarfi milli deilda og fræðasviða. Þá hefur hann lagt mikla áherslu í málflutningi sínum á öfluga nýliðun og að draga verði úr álagi á starfsfólk; meðal annarra orða þá leggur Magnús Karl mikinn þunga á að gæta að velferð, starfsfólks, jafnrétti og öryggi. Magnús Karl hefur bent á að framhaldsnám við Háskóla Íslands hafi aldrei haft viðunandi fjármögnunarlíkan og sé löngu komið að þolmörkum. Þannig hefur hann lagt áherslu á að fjármögnun rannsóknatengds framhaldsnáms sé í samræmi við umfang þess og fjármögnunarlíkan tryggi gæði námsins. Þá hefur hann bent á það í bæði ræðu og riti að öflugt rannsóknastarf sé nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs. Nái Magnús kjöri mun hann beita sér fyrir því í að opinberir sjóðir vísinda, sérstaklega sjóðir Vísinda- og nýsköpunarráðs, verði stórlega efldir. Slíkir sjóðir tryggja fjármögnun beint til vísindaverkefna og -innviða og lúta afdráttarlausum faglegum kröfum um mat á gæðum umsókna. Öflugt innlent sjóðakerfi vísinda er einnig forsenda þess að hér vaxi öflugt fræðafólk með alþjóðleg tengsl sem getur aflað enn stærri styrkja á erlendum vettvangi. Síðast en ekki síst hefur Magnús Karl talað skýrt um mikilvægi háskóla sem grunn margvíslegra verðmæta á sviðum vísinda, nýsköpunar, menningar og lista og aflvaka félagslegs réttlætis, heilbrigðs mannlífs, öflugrar menntunar og efnahagslegrar hagsældar. Með Magnús Karl sem rektor verður Háskóli Íslands í einstakri stöðu til að vera málsvari þessara mikilvægu gilda. Ég styð því Magnús Karl í rektorskjöri Háskóla Íslands og hvet ykkur öll til að gera hið sama! Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun