Lífið

„Litagleðin er að springa út“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna og Vala fóru vel yfir málin.
Jóhanna og Vala fóru vel yfir málin.

Hvað er það vinsælasta í innanhússhönnun í vetur og hvað er það allra heitasta?

Hvaða litir eru helst á veggjunum núna og stundum jafnvel loftunum og hver er litur ársins og hvaða húsgagnastíll og fleira er vinsælast?

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í síðustu viku og heimsótti blaðamann hjá Hús og híbýli Jóhönnu Vigdísi Ragnhildardóttur en hún er einnig hönnuður.

„Litagleðin er að springa út. Það er búið að vera rosalega mikið af brúnum, gráum og svörtum og svona steinalitum sem hafa verið áberandi. Núna er Íslendingar orðnir djarfari og heimilin eru að lifna aðeins við,“ segir Jóhanna og heldur áfram.

„Fólk er byrjað að mála loftin í litum í staðinn fyrir veggina. Loksins er þetta komið og ég er mjög spennt að sjá fleiri liti og fólk er kannski aðeins að springa út. Maður sér að fólk er að þora meira og leyfa sínum persónulega stíl að ráða för.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Jóhanna fer yfir það hvað sé það heitasta á heimilum fólks í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.