NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Aron Guðmundsson skrifar 5. mars 2025 11:28 Luka Dončić er körfuboltastjarna á heimsmælikvarða og hjá Los Angeles Lakers spilar hann með Lebron James. Vísir/Getty NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira