Heimsmeistaramótið 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Úrslitaleikurinn verður á MetLife leikvanginum í New Jersey 19. júlí.
Í færslu á Instagram staðfesti Gianni Infantino, forseti FIFA, að sýning yrði í hálfleik á úrslitaleik HM. Jafnframt sagði hann að FIFA muni taka yfir Times torgið í New York úrslitahelgi heimsmeistaramótsins þegar bæði leikurinn um gullið og bronsið fara fram.
Ennfremur sagði Infantino að Chris Martin og Phil Harvey úr Coldplay muni hjálpa til við að velja listamenn sem myndu troða upp í hálfleik í úrslitaleiknum á næsta ári og á Times torginu.
Hálfleikur í fótbolta er fimmtán mínútur en hálfleikssýningin í Super Bowl tekur allt að hálftíma. Kendrick Lamar skemmti í hálfleik á Super Bowl í síðasta mánuði. Þar sigraði Philadelphia Eagles Kansas City Chiefs, 40-22.