Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar 5. mars 2025 22:01 Rektorskjör er á næsta leiti við Háskóla Íslands og margir frambærilegir frambjóðendur í kjöri sem líkast til veldur útbreiddum valkvíða. Um leið og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, tilkynnti um framboð sitt velktist ég þó ekki lengur í vafa um hver hlyti mitt atkvæði. Ég er vissulega ekki „hlutlaus“, því við Björn höfum verið góðir vinir í vel á fjórða áratug. En fyrir þessari löngu og góðu vináttu eru svo sannarlega ástæður og margar þeirra gera hann sömuleiðis að óumdeilanlega besta frambjóðandanum í rektorskjörinu. Fyrir það fyrsta er Björn ein allra heiðarlegasta manneskjan sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann er einnig ein sú djúpvitrasta í víðum skilningi þess orðs og býr yfir bæði málefnalegri rökvísi og tilfinningagreind. Mannkostir Björns eru ótvíræðir og dýrmætir og veit ég að þeir sem hann þekkja og hafa starfað með honum taka heilshugar undir með mér. Spyrjið þá bara. Björn er ekki í rektorsframboði fyrir sjálfan sig. Hann er raunar merkilega laus við sérplægni sem er eiginlega afrek á þessum síðustu og verstu tímum þar sem þröng síngirni virðist nánast vera álitin aðdáunarverð dyggð. Sú reisn sem Björn hefur til að bera felst þvert á móti í því að hann leitast jafnan við að styðja baki við aðra og hefja þá til vegs og virðingar með margvíslegum hætti. Allt frá því að við vorum ungir stúdentar við Háskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar hefur Björn látið sig málefni og hagsmuni Háskólans varða og að loknu doktorsprófi kom aldrei annað til greina hjá honum en að starfa við Háskóla Íslands, þótt hann hefði vafalaust getað valið úr stöðum við háskóla víða um heim. Framboði hans til rektors nú mætti lýsa sem nokkurs konar „köllun“ til að vinna í þágu þessara málefna og hagsmuna á viðsjárverðum tímum. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég hann hafa á þeim sérlega djúpan og breiðan skilning. Þann skilning hefur hann mótað með sér í öllum þeim vandasömu stjórnsýslu- og trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt í gegnum tíðina sem starfsmaður Háskólans. Allir sem hafa unnið með honum í þeim störfum vita vel hversu útsjónarsamur hann er í að finna lausnir sem sætta andstæð sjónarmið en eru jafnframt sanngjarnar og skynsamlegar. Velgengnin sem hann hefur notið í stjórnsýslustörfum einkennast af þeim hæfileika hans til ákveðinnar heildarhugsunar sem ekki margir hafa til að bera. Efni doktorsritgerðar Björns sem hann skrifaði í heimspeki við Parísarháskóla var eitt af hans hjartans málum, réttlæti, og þessi fræðilega áhersla litar jafnframt hversdagslegan hugsunarhátt hans og mannleg samskipti, því allt það sem hann tekur sér fyrir hendur markast af djúpri trú hans á mikilvægi réttlætishugsjónarinnar. Það birtist glögglega í þeim fjölmörgu störfum hans og verkefnum sem snúist hafa um lýðræði og margbreytileika mannlífs. Það er engin tilviljun að eitt þeirra mála sem Björn setur á oddinn í kosningabaráttu sinni er að taka sérstaklega utan um starfsfólk sem sér um að halda byggingum Háskólans hreinum og snyrtilegum, binda enda á það arðrán og þá firringu sem hlýst af útvistun slíkra starfa og gera það að fullgildu samstarfsfólki okkar hinna. Björn kemur auga á það sem aðrir missa sjónar á. Hann sér heildarmyndina, skilur mikilvægi þess að öllu starfsfólki líði vel og stuðlar að því að efla liðsheildina. Hann er svo sannarlega enginn fræðimaður í fílabeinsturni, heldur hefur allt frá námsárum sínum fylgt þeirri sannfæringu sinni að fræðin og vísindin, hvaða nafni sem þau nefnast, eigi að leiða til betra – og réttlátara – samfélags hér og nú. Og þá víkur loks sögunni að hlutverki Háskóla Íslands, bæði í íslensku samfélagi sem utan þess. Sérstaða Háskólans á Íslandi hefur ávallt verið Birni hugleikin. Hann vill að þessi sérstaða og þau hlutverk sem henni fylgir njóti meiri sannmælis, bæði meðal stjórnvalda og í samfélaginu öllu. Háskólinn er eini alhliða háskóli landsins sem hefur upp á bjóða fjölmargar en lífsnauðsynlegar greinar sem fullyrða má að verði aldrei kenndar við aðra háskóla á Íslandi. Í baráttunni fyrir betri fjármögnun Háskólans þarf að gera stjórnvöldum þessa mikilvægu sérstöðu ljósa og fá samfélagið með sér í lið. En til að rækja skyldur sínar gagnvart íslensku samfélagi verður Háskólinn að viðhalda og helst styrkja þá alþjóðatengingu sem núverandi og fyrri stjórnendum Háskólans hefur tekist að rækta á undangengnum áratugum. Þetta kallar á auknar fjárfestingar en ég dreg mjög í efa að nokkur taki Birni fram í að færa sannfærandi og málefnaleg rök fyrir nauðsyn þeirra og mikilvægi. Björn yrði sérlega glæsilegur og öflugur rektor Háskóla Íslands. Hann hefur afgerandi burði til að auka enn á virðingu Háskólans innan samfélagsins í heild og tryggja stuðning við hann til frekari framsóknar. En Björn hefur ekki síður skýra sýn á það hvernig gera megi Háskólann að enn betri vinnustað sem þar með getur laðað til sín framúrskarandi fólk á öllum sviðum starfseminnar til að taka þátt í því eilífðarverkefni sem Háskólinn er. Verkefnið er eitt og leiðirnar margar en ég treysti engum betur en Birni fyrir því vandasama verkefni að samþætta þær svo úr verði samstíga heild. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Rektorskjör er á næsta leiti við Háskóla Íslands og margir frambærilegir frambjóðendur í kjöri sem líkast til veldur útbreiddum valkvíða. Um leið og Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki, tilkynnti um framboð sitt velktist ég þó ekki lengur í vafa um hver hlyti mitt atkvæði. Ég er vissulega ekki „hlutlaus“, því við Björn höfum verið góðir vinir í vel á fjórða áratug. En fyrir þessari löngu og góðu vináttu eru svo sannarlega ástæður og margar þeirra gera hann sömuleiðis að óumdeilanlega besta frambjóðandanum í rektorskjörinu. Fyrir það fyrsta er Björn ein allra heiðarlegasta manneskjan sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann er einnig ein sú djúpvitrasta í víðum skilningi þess orðs og býr yfir bæði málefnalegri rökvísi og tilfinningagreind. Mannkostir Björns eru ótvíræðir og dýrmætir og veit ég að þeir sem hann þekkja og hafa starfað með honum taka heilshugar undir með mér. Spyrjið þá bara. Björn er ekki í rektorsframboði fyrir sjálfan sig. Hann er raunar merkilega laus við sérplægni sem er eiginlega afrek á þessum síðustu og verstu tímum þar sem þröng síngirni virðist nánast vera álitin aðdáunarverð dyggð. Sú reisn sem Björn hefur til að bera felst þvert á móti í því að hann leitast jafnan við að styðja baki við aðra og hefja þá til vegs og virðingar með margvíslegum hætti. Allt frá því að við vorum ungir stúdentar við Háskóla Íslands á tíunda áratug síðustu aldar hefur Björn látið sig málefni og hagsmuni Háskólans varða og að loknu doktorsprófi kom aldrei annað til greina hjá honum en að starfa við Háskóla Íslands, þótt hann hefði vafalaust getað valið úr stöðum við háskóla víða um heim. Framboði hans til rektors nú mætti lýsa sem nokkurs konar „köllun“ til að vinna í þágu þessara málefna og hagsmuna á viðsjárverðum tímum. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum tel ég hann hafa á þeim sérlega djúpan og breiðan skilning. Þann skilning hefur hann mótað með sér í öllum þeim vandasömu stjórnsýslu- og trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt í gegnum tíðina sem starfsmaður Háskólans. Allir sem hafa unnið með honum í þeim störfum vita vel hversu útsjónarsamur hann er í að finna lausnir sem sætta andstæð sjónarmið en eru jafnframt sanngjarnar og skynsamlegar. Velgengnin sem hann hefur notið í stjórnsýslustörfum einkennast af þeim hæfileika hans til ákveðinnar heildarhugsunar sem ekki margir hafa til að bera. Efni doktorsritgerðar Björns sem hann skrifaði í heimspeki við Parísarháskóla var eitt af hans hjartans málum, réttlæti, og þessi fræðilega áhersla litar jafnframt hversdagslegan hugsunarhátt hans og mannleg samskipti, því allt það sem hann tekur sér fyrir hendur markast af djúpri trú hans á mikilvægi réttlætishugsjónarinnar. Það birtist glögglega í þeim fjölmörgu störfum hans og verkefnum sem snúist hafa um lýðræði og margbreytileika mannlífs. Það er engin tilviljun að eitt þeirra mála sem Björn setur á oddinn í kosningabaráttu sinni er að taka sérstaklega utan um starfsfólk sem sér um að halda byggingum Háskólans hreinum og snyrtilegum, binda enda á það arðrán og þá firringu sem hlýst af útvistun slíkra starfa og gera það að fullgildu samstarfsfólki okkar hinna. Björn kemur auga á það sem aðrir missa sjónar á. Hann sér heildarmyndina, skilur mikilvægi þess að öllu starfsfólki líði vel og stuðlar að því að efla liðsheildina. Hann er svo sannarlega enginn fræðimaður í fílabeinsturni, heldur hefur allt frá námsárum sínum fylgt þeirri sannfæringu sinni að fræðin og vísindin, hvaða nafni sem þau nefnast, eigi að leiða til betra – og réttlátara – samfélags hér og nú. Og þá víkur loks sögunni að hlutverki Háskóla Íslands, bæði í íslensku samfélagi sem utan þess. Sérstaða Háskólans á Íslandi hefur ávallt verið Birni hugleikin. Hann vill að þessi sérstaða og þau hlutverk sem henni fylgir njóti meiri sannmælis, bæði meðal stjórnvalda og í samfélaginu öllu. Háskólinn er eini alhliða háskóli landsins sem hefur upp á bjóða fjölmargar en lífsnauðsynlegar greinar sem fullyrða má að verði aldrei kenndar við aðra háskóla á Íslandi. Í baráttunni fyrir betri fjármögnun Háskólans þarf að gera stjórnvöldum þessa mikilvægu sérstöðu ljósa og fá samfélagið með sér í lið. En til að rækja skyldur sínar gagnvart íslensku samfélagi verður Háskólinn að viðhalda og helst styrkja þá alþjóðatengingu sem núverandi og fyrri stjórnendum Háskólans hefur tekist að rækta á undangengnum áratugum. Þetta kallar á auknar fjárfestingar en ég dreg mjög í efa að nokkur taki Birni fram í að færa sannfærandi og málefnaleg rök fyrir nauðsyn þeirra og mikilvægi. Björn yrði sérlega glæsilegur og öflugur rektor Háskóla Íslands. Hann hefur afgerandi burði til að auka enn á virðingu Háskólans innan samfélagsins í heild og tryggja stuðning við hann til frekari framsóknar. En Björn hefur ekki síður skýra sýn á það hvernig gera megi Háskólann að enn betri vinnustað sem þar með getur laðað til sín framúrskarandi fólk á öllum sviðum starfseminnar til að taka þátt í því eilífðarverkefni sem Háskólinn er. Verkefnið er eitt og leiðirnar margar en ég treysti engum betur en Birni fyrir því vandasama verkefni að samþætta þær svo úr verði samstíga heild. Höfundur er prófessor á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun