Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2025 08:02 Elín Klara fagnar bikarmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum á dögunum eftir sigur gegn Fram í úrslitaleiknum. Vísir/Hulda Margrét Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið. Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“ Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Síðustu dagar hafi verið draumkenndir hjá Elínu Klöru. Hún varð bikarmeistari með Haukum á dögunum og í gær var greint frá því að hún muni ganga til liðs við sænsku meistarana í IK Sävehof eftir yfirstandandi tímabil sem eru á góðri leið með að verja titil sinn úti. Það var aldrei spurning um hvort Elín Klara myndi fara í atvinnumennsku, heldur hvenær. Svíarnir hafa lengi haft augun á þessum hæfileikaríka leikmanni. „Þeir heyra í mér í ágúst/september í fyrra, höfðu mikinn áhuga og vildu fá mig út á næsta tímabili. Mér fannst þetta vera mjög spennandi tækifæri. Þarna er á ferðinni frábært félag, mjög sigursælt lið sem vill alltaf vera í toppbaráttu. Ég hafði mikinn áhuga á því, hef hugsað þetta lengi og tek þessa ákvörðun í janúar.“ Hvað þarf maður að hugsa um í svona stöðu? „Það er margt. Eins og þetta er hjá IK Sävehof þá er umgjörðin frábær bæði innan sem utan vallar. Þetta er lið með metnað sem vill alltaf vera í toppbaráttu sem er ótrúlega mikilvægt þá er stefnan sett á að vera með lið í Evrópudeildinni á næsta tímabili sem er frábært upp á alþjóða reynslu að gera. Margir þættir spila inn í. Svo er þetta náttúrulega í Svíþjóð, ekkert svo langt frá Íslandi sem er gott því það er náttúrulega krefjandi að fara út og búa ein í nýju landi og læra nýtt tungumál. Mér fannst þetta mjög fínn kostur.Það voru alveg nokkur önnur lið sem komu til greina en þetta varð fyrir valinu. Mér leist bara ótrúlega vel á félagið. Þeir vilja náttúrulega bara fá mig inn á miðjuna. Að ég sé miðjumaður númer eitt en auðvitað er samkeppni í þessu og maður þarf alltaf að vinna fyrir sínu. Þannig er þessi bolti og maður veit það alveg. Maður er ekki fastur með einhverja stöðu. Það verður gott að fara aðeins út fyrir sinn þægindaramma.“ Elín Klara í leik með Haukumvísir / hulda margrét Kemur tími á allt Elín hefur verið besti leikmaður Olís deildarinnar undanfarin tvö tímabil, gegnt burðarhlutverki í íslenska landsliðinu og oft verið orðuð við atvinnumennskuna. Er þetta bara rétti tímapunkturinn til að taka skrefið út í atvinnumennskuna? „Já ég myndi segja það. Ég hef hugsað þetta fyrr en mér fannst þetta vera besta tímasetningin og kannski bara hjá mér handboltalega séð er kominn tími til að taka næsta skref fram á við. Það hefur verið frábært að spila hérna heima. Ég hef bætt mig mikið og verið með frábæra þjálfara. Sävehof vill spila hraðan bolta og ég held það henti mér mjög vel. Ég vil spila hraðan bolta, finnst það gaman. Leikstíllinn mun því henta mér mjög vel. Það verður ótrúlega að kveðja en það kemur tími á allt.“ Elín Klara hefur einnig gert sig gildandi með A-landsliði Íslands og er fastamaður í því liði Vísir/Anton Brink Þetta er ekki búið Hún mun kveðja Hauka með titli, það var ljóst eftir sigur í bikarúrslitum síðustu helgar gegn Fram en Haukakonur vilja meira og ætla að gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum. „Það hefur alltaf verið draumurinn að ná titli í meistaraflokki, loksins náðum við því. Ég er bara ótrúlega stolt af liðinu. Þessi helgi var frábær en þetta er ekki búið. Það er nægur tími eftir, það er það sem er jákvætt við þetta. Fullt af leikjum eftir með Haukunum, geggjaður tími framundan í úrslitakeppninni. Við höldum bara áfram. Þetta hefur verið frábært tímabil, það verður erfitt að ná inn fleiri titlum en auðvitað ætlum við okkur það. Við erum ekkert hættar. Fram og Valur eru með frábær lið líka. Þetta verður erfitt en við höfum fulla trú á okkur. Þetta er alveg hægt en verður virkilega krefjandi.“ Erfitt sé að hugsa út í komandi tíma í Svíþjóð þegar enn er óklárað verk með Haukum. „Ég er enn svo mikið niðri á jörðinni. Er enn á Íslandi að spila með Haukum og er ekki komin svo langt. Klárum bara þetta tímabil með stæl og svo tekur það næsta við. Þetta verða miklar breytingar. Ég hef verið hér á Ásvöllum síðan að ég man eftir mér. Inn í ákveðnum þægindaramma, allt frekar þægilegt. Þetta verður skref út fyrir þann ramma og mjög krefjandi. Nýtt tungumál og margt sem spilar inn í eins og handbolti á hærra stigi. Ég er bara spennt fyrir komandi tímum.“
Olís-deild kvenna Haukar Handbolti Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira