Eftir hverja umferð í riðlakeppninni birtist myndband af fimm bestu mörkunum á samfélagsmiðlum Meistaradeildarinnar. Og á toppi listans fyrir fjórtándu og síðustu umferð riðlakeppninnar trónir Orri.
Hornamaðurinn skoraði nefnilega jöfnunarmark Sporting gegn Wisla Plock rétt áður en leiktíminn rann út. Leikar fóru 29-29 en með stiginu tryggðu Portúgalarnir sér sæti í átta liða úrslitum.
🔥 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗚𝗢𝗔𝗟𝗦 – Round 14 🔥
— EHF Champions League (@ehfcl) March 7, 2025
1️⃣ Orri Þorkelsson (Sporting CP)
2️⃣ Matthias Musche (SC Magdeburg)
3️⃣ Tim Freihöfer (Füchse Berlin)
4️⃣ Benoit Kounkoud (Industria Kielce)
5️⃣ Haukur Thrastarson (Dinamo București)
Which one’s your favourite? 👀👇 #ehfcl #CLM #handball pic.twitter.com/oP3EO2HbFd
Orri hefur leikið mjög vel með Sporting á tímabilinu og sló í gegn með íslenska landsliðinu á HM í janúar. Hann skoraði 71 mark í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Orri er ekki eini Íslendingurinn á listanum yfir bestu mörkin í 14. umferð Meistaradeildarinnar því Haukur Þrastarson, leikmaður Dinamo Búkarest, er í 5. sætinu.
Haukur skoraði sérstaklega snoturt mark í sigri Dinamo Búkarest á Fredericia, 32-37. Selfyssingurinn braust þá í gegnum vörn danska liðsins og sneri boltann laglega í netið.
Haukur skoraði fimm mörk í leiknum gegn Fredericia og 44 mörk alls í riðlakeppninni. Hann gaf einnig sex stoðsendingar í leiknum í Danmörku. Dinamo Búkarest fer í umspil í sæti í átta liða úrslitum þar sem liðið mætir Magdeburg.