Hætti sem landsliðsþjálfari eftir spurningar um kókaínbrot Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 13:15 Tobias Bergman var gómaður með kókaín í fórum sínum á skemmtistað í maí 2023 og það hefur nú kostað hann landsliðsþjálfarastarf. NTB/Johan Nilsson Hinn 36 ára gamli Tobias Bergman er hættur sem landsliðsþjálfari karla- og kvennalandsliða Svíþjóðar í borðtennis, vegna dóms fyrir fíkniefnabrot frá árinu 2023. „Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022. Borðtennis Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Sjá meira
„Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022.
Borðtennis Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Sjá meira