Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. mars 2025 08:00 Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun