„Náðum í gildin okkar aftur varnarlega“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2025 22:10 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, talar við liðið sitt í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan valtaði yfir Álftanes 116-76. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að vera kominn aftur á sigurbraut. „Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum. Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
„Við náðum í gildin okkar aftur varnarlega og þar af leiðandi fór það inn í sóknina. Það er gulls ígildi þegar Ægir [Þór Steinarsson] getur sprett en ekki verið á 60-70 prósent hraða. Það breytir miklu fyrir okkur sem sýndi sig í kvöld,“ sagði Baldur Þór í viðtali eftir leik. Ægir fór á kostum í kvöld og er að mati Baldurs kominn í sitt besta form en hann hefur verið að spila í gegnum meiðsli. „Hann er búinn að vera að brasa með beinmar í fætinum og vesen. Hann hefur verið að taka verkjatöflur og spila. Það er mjög mismunandi hvort við höfum verið að fá svona Ægi eða einhvern sem er illt. Það skiptir okkur miklu máli þar sem hann er leiðtoginn og ég vil spila með orku, pressa allan völlinn og það er leikstíll sem ég sæki í. Hann gerir það og er frábær í því þannig að það var frábært að hafa fengið svona frammistöðu.“ Stjarnan sýndi mikla yfirburði í kvöld og stakk snemma af. Baldur var ánægður með hvernig hans lið fann taktinn í öðrum leikhluta og leit aldrei um öxl eftir það. „Við fengum góða hittni og varnarleikurinn skilaði sér í sóknarleik þar sem menn hittu úr opnum skotum og gerðu vel. Við þurfum að vera einbeittir áfram og mæta með ákefð.“ Ákefðin í vörn Stjörnunnar var mikil sem varð til þess að Álftnesingar töpuðu tuttugu og fjórum boltum. „Einbeitingin var góð í boltapressu á fullum velli og þeir voru í vandræðum með að koma boltanum inn. Þetta er eitthvað sem við þurfum að halda í áfram,“ sagði Baldur að lokum.
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira