Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 10:47 Gianni Infantino sýnir Donald Trump gulllykilinn sem Bandaríkjaforseti fær að hafa í sínum fórum. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi. Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti