Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 10. mars 2025 08:45 Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun