Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 10:49 Noah Siegel á góðri stundu í félagsskap Lindsay Kavcic í New York árið 2022. Hann vildi ekki una því að sitja uppi með eftirlíkingu þegar hann hélt að hann væri að kaupa borðið sem teflt var á í einvígi aldarinnar. Getty/Michael Ostuni Kaupum bandarísks fjárfestis á taflborði og skákmunum af íslenskum auðmanni árið 2012 hefur verið rift. Bandaríkjamaðurinn taldi sig hafa keypt taflborð sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu í einvígi aldarinnar árið 1972. Héraðsdómur Reykjaness rifti kaupsamningi bandaríska viðskiptamannsins Noah Siegel og Páls G. Jónssonar, kenndur við Pólaris, með dómi sínum á föstudag. Málið hefur verið á dagskrá dómstóla í nokkur ár og ekki útséð með að málið komi til kasta Landsréttar. Héraðsdómur skipti um skoðun Siegel keypti taflborðið af Páli árið 2012 en var ekki skemmt þegar í ljós kom síðar að um eftirlíkingu var að ræða. Söluverð borðsins og fleiri skákmuna hljóðaði upp á 190 þúsund dollara eða sem nemur tæplega 26 milljónum íslenskra króna. Kaupunum fylgdu einnig tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-taflmönnum, ein Garde skákklukka og eitt áritað tréborð með nöfnum Fischers og Spasskí. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu sumarið 2023 að Siegel hefði ekki náð að sýna fram á að Páll hefði mátt vita að um eftirlíkingu hefði verið að ræða. Siegel áfrýjaði til Landsréttar sem taldi héraðsdóm ekki hafa skoðað ógildingarreglur samningsréttar við meðferð á málinu. Málið kom aftur til kasta héraðsdóms sem sá þá málið öðrum augum. Nú taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að um eftirlíkingu væri að ræða og það hefði Páll mátt vita. Í það minnsta hefði hann ekki getað fullyrt að borðið hefði verið notað í eingívi aldarinnar. 2,6 milljónir króna í málskostnað Sögulegt mikilvægi einvígisins er vel þekkt. Sagnfræðingar telja einvígið hafa markað upphaf endaloka kalda stríðsins. Þarna áttust við undrabarnið Fischer og svo Spasskí, skilgetið afkvæmi hins gríðarsterka sovéska skákskóla sem hafði svo gott sem einokað alþjóðlega skákheiminn í áratugi. Báðir eru látnir og virði muna sem notaðir voru í Laugardalshöll árið 1972 hækka vafalítið aðeins í verði. Eftirlíkingar af mununum eru þó eðli máls samkvæmt ekki jafn eftirsóttar. Ekki aðeins hefur viðskiptum þeirra Siegel og Páls verið rift heldur þarf Páll að greiða Siegel 2,6 milljónir króna í málskostnað. Hann hefur fjögurra vikna frest til að ákveða hvort hann áfrýi málinu til Landsréttar. Umsvifamikill viðskiptamaður Páll stofnaði heildverslunina Pólaris árið 1964 eftir að hafa starfað við flugumsjón á Keflavíkurflugvelli árin á undan. Hann tók við umboði Pan Am-flugfélagsins og stofnaði ferðaskrifstofuna Pólaris. Síðar hóf hann framleiðslu á gosdrykkjum í fyrirtækinu Sanitas sem hann keypti, og stofnaði síðan bruggverksmiðju á Akureyri undir merkjum Víking brugg. Páll var til viðtals í Reykjavík síðdegis árið 2012 þegar hann var að selja fyrrnefnda muni sem rötuðu til Siegel. Skáksamband Íslands lagði fram kröfu um að hann afhenti sambandinu munina að gjöf. Hann sagði á móti engan hafa stutt sambandið jafnmikið fjárhagslega og hann sjálfur. Skák Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness rifti kaupsamningi bandaríska viðskiptamannsins Noah Siegel og Páls G. Jónssonar, kenndur við Pólaris, með dómi sínum á föstudag. Málið hefur verið á dagskrá dómstóla í nokkur ár og ekki útséð með að málið komi til kasta Landsréttar. Héraðsdómur skipti um skoðun Siegel keypti taflborðið af Páli árið 2012 en var ekki skemmt þegar í ljós kom síðar að um eftirlíkingu var að ræða. Söluverð borðsins og fleiri skákmuna hljóðaði upp á 190 þúsund dollara eða sem nemur tæplega 26 milljónum íslenskra króna. Kaupunum fylgdu einnig tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-taflmönnum, ein Garde skákklukka og eitt áritað tréborð með nöfnum Fischers og Spasskí. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu sumarið 2023 að Siegel hefði ekki náð að sýna fram á að Páll hefði mátt vita að um eftirlíkingu hefði verið að ræða. Siegel áfrýjaði til Landsréttar sem taldi héraðsdóm ekki hafa skoðað ógildingarreglur samningsréttar við meðferð á málinu. Málið kom aftur til kasta héraðsdóms sem sá þá málið öðrum augum. Nú taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að um eftirlíkingu væri að ræða og það hefði Páll mátt vita. Í það minnsta hefði hann ekki getað fullyrt að borðið hefði verið notað í eingívi aldarinnar. 2,6 milljónir króna í málskostnað Sögulegt mikilvægi einvígisins er vel þekkt. Sagnfræðingar telja einvígið hafa markað upphaf endaloka kalda stríðsins. Þarna áttust við undrabarnið Fischer og svo Spasskí, skilgetið afkvæmi hins gríðarsterka sovéska skákskóla sem hafði svo gott sem einokað alþjóðlega skákheiminn í áratugi. Báðir eru látnir og virði muna sem notaðir voru í Laugardalshöll árið 1972 hækka vafalítið aðeins í verði. Eftirlíkingar af mununum eru þó eðli máls samkvæmt ekki jafn eftirsóttar. Ekki aðeins hefur viðskiptum þeirra Siegel og Páls verið rift heldur þarf Páll að greiða Siegel 2,6 milljónir króna í málskostnað. Hann hefur fjögurra vikna frest til að ákveða hvort hann áfrýi málinu til Landsréttar. Umsvifamikill viðskiptamaður Páll stofnaði heildverslunina Pólaris árið 1964 eftir að hafa starfað við flugumsjón á Keflavíkurflugvelli árin á undan. Hann tók við umboði Pan Am-flugfélagsins og stofnaði ferðaskrifstofuna Pólaris. Síðar hóf hann framleiðslu á gosdrykkjum í fyrirtækinu Sanitas sem hann keypti, og stofnaði síðan bruggverksmiðju á Akureyri undir merkjum Víking brugg. Páll var til viðtals í Reykjavík síðdegis árið 2012 þegar hann var að selja fyrrnefnda muni sem rötuðu til Siegel. Skáksamband Íslands lagði fram kröfu um að hann afhenti sambandinu munina að gjöf. Hann sagði á móti engan hafa stutt sambandið jafnmikið fjárhagslega og hann sjálfur.
Skák Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira