Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar 10. mars 2025 14:31 Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er sami rassinn undir öllum. Jakob Bjarnar blaðamaður hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í útvarpsviðtali í morgun á Bylgjunni og hann talaði um að það hafi orðið siðrof þegar hann var að tala um sjálftökuna hér á landi. Hann var í því samhengi að tala um laun borgarstjórans, Heiðu Hilmisdóttur, og fleiri nýleg mál sem hafa verið að koma upp í samfélaginu. En er þetta nýtt á nálinni hér á landi? Nei, það er það ekki. Það er nefnilega þannig að það er ekki sama hvort þú ert séra Jón eða Jón nú eða Inga eða Inga „kvartmilljarður“, það gilda ekki sömu lögin um þau. Ég er ekki að nenna að fara langt aftur í tímann að finna dæmi en ég verð að taka hattinn að ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að afnema handahafalaun forsetans sem geta numið 8 milljónum á ári. En færum okkur nær og skoðum fyrirrennara Heiðu borgarstjóra sem hún tók fyrsta sætið af Dag B. Eggerts, manninum sem fékk orlofsgreiðslur 10 ár aftur í tímann, hvar á byggðu bóli yrði svona samþykkt? Og núna situr sá maður á Alþingi Íslendinga. Eða verkalýðsforingjar hvort heldur hjá Rafiðnaðarsambandinu eða Ragnar Þór hjá VR. Ég nenni nú ekki heldur að fara út í þá sálma, við þekkjum þá horror-sögu, kannski ágætt að klingja út með því að segja það glymur hæst í tómri tunnu. En þetta er ekki búið þegar fólk í stjórnunarstöðum á vegum hins opinbera, og tala nú ekki um á höfuðborgarsvæðinu, er að fá að auki aksturspeninga ofan á launin. Eins og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur keyrði ég á mínum lúsarlaunum á milli Selfoss og Reykjavíkur í 5 ár og fékk ekki krónu fyrir að sækja vinnu. En þegar ég heyrði á sínum tíma hafi bæjarstjóri Kópavogs verið á aksturstyrk fyrir nokkrum árum sem þá var eitthvað nálægt 150 kallinum á mánuði sem ég veit ekki hver er í dag datt andlitið að mér. Þetta er sami bæjarstjórinn sem ætlar að fara að skera niður hjá bænum vegna nýgerðra kjarasamninga kennara. Eins ef það er rétt ef fólk sest á þing sem vann hjá því opinbera í háum stjórnunarstöðum getur gengið að því vísu að fara í sitt gamla starf að lokinni þingmennsku getur það talist eðlilegt? Ég er ekki viss að þetta myndi líðast á hinum frjálsa vinnumarkaði, er ekki eitthvað bogið hérna? Kannski ekki skrýtið að á Alþingi Íslendinga sitji aðallega miðaldra lögfræðingar og „fyrrum opinberir starfsmenn“ Hvernig væri það, þyrftum við ekki að fá Elon Musk lánaðan í svona viku til að fara í tiltekt hjá því opinbera? Ætli hann myndi ekki byrja á því að sameina öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hefði átt að vera búið fyrir löngu síðan. Síðan hugsa ég að hann myndi afnema alls konar rugl og sukk á vegum hins opinbera. Hvar er okkar Elon Musk sem hikar ekki við að fara í tiltekt? Íslenskir stjórnmálamenn, hvort heldur á sveitarstjórnarstiginu eða á alþingi, væri ekki ágæt byrjun að byrja á ykkur sjálfum og sýna alvöru fordæmi áður en þið farið að skera niður hjá okkur hinum aumingjunum á hamstrahjólinu. Fyrr verðið þið ekki marktækir og traustið mun ekki koma af sjálfu sér heldur ávinnur maður það sér inn með verkum sínum en ekki bara með orðum rétt fyrir kosningar. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar