Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 17:45 Það er ekki auðvelt að ná boltanum af Hákoni Arnari Haraldssyni og hér hefur Dortmund leikmaðurinn Pascal Gross brotið á íslenska landsliðsmanninum. Getty/Marcel Bonte Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska félaginu Lille hituðu upp fyrir mikilvæga viku í Meistaradeildinni með því að setja nýtt met í frönsku deildinni, Ligue 1, um helgina. Lille mætir Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í sextán liða úrslit og er á heimavelli eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Þýskalandi. Hákon skoraði markið og var valinn maður leiksins. Um helgina vann Lille 1-0 sigur á Montpellier í frönsku deildinni og setti nýtt met með því að vera 76 prósent með boltann í leiknum. Ekkert annað lið í frönsku deildinni hefur náð slíkri tölfræði í einum leik síðan byrjað var að taka slíka tölfræði saman hjá Opta árið 2006. Jonathan David skoraði eina mark liðsins en Lille var með mikla yfirburði í leiknum og bjó til 1,54 mörk í áætluðum mörkum (xG). Hákon Arnar átti mjög fínan leik þótt að hann hafi ekki átt beinan þátt í sigurmarkinu. Hann spilaði í 76 mínútur í leiknum og átti þrjú skot. 88 prósent af 56 sendingum hans heppnuðust (49) og hann bjó til fjögur færi fyrir liðsfélagana. Hákon kom alls fimm sinnum við boltann í vítateig mótherjanna og vann boltann fimm sinnum. Nú verður spennandi að sjá hvort Lille takist að klára dæmið og komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. 𝐑𝐞𝐜𝐨𝐫𝐝 𝐝𝐞 𝐩𝐨𝐬𝐬𝐞𝐬𝐬𝐢𝐨𝐧 🔥Face à Montpellier samedi, le LOSC a affiché 76,3% de possession de balle, soit son plus haut pourcentage lors d’un match de Ligue 1 depuis qu’Opta analyse la compétition (2006/2007) 🤯#LOSCMHSC pic.twitter.com/vINhv5aa3I— LOSC (@losclive) March 10, 2025 Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Lille mætir Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í sextán liða úrslit og er á heimavelli eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Þýskalandi. Hákon skoraði markið og var valinn maður leiksins. Um helgina vann Lille 1-0 sigur á Montpellier í frönsku deildinni og setti nýtt met með því að vera 76 prósent með boltann í leiknum. Ekkert annað lið í frönsku deildinni hefur náð slíkri tölfræði í einum leik síðan byrjað var að taka slíka tölfræði saman hjá Opta árið 2006. Jonathan David skoraði eina mark liðsins en Lille var með mikla yfirburði í leiknum og bjó til 1,54 mörk í áætluðum mörkum (xG). Hákon Arnar átti mjög fínan leik þótt að hann hafi ekki átt beinan þátt í sigurmarkinu. Hann spilaði í 76 mínútur í leiknum og átti þrjú skot. 88 prósent af 56 sendingum hans heppnuðust (49) og hann bjó til fjögur færi fyrir liðsfélagana. Hákon kom alls fimm sinnum við boltann í vítateig mótherjanna og vann boltann fimm sinnum. Nú verður spennandi að sjá hvort Lille takist að klára dæmið og komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. 𝐑𝐞𝐜𝐨𝐫𝐝 𝐝𝐞 𝐩𝐨𝐬𝐬𝐞𝐬𝐬𝐢𝐨𝐧 🔥Face à Montpellier samedi, le LOSC a affiché 76,3% de possession de balle, soit son plus haut pourcentage lors d’un match de Ligue 1 depuis qu’Opta analyse la compétition (2006/2007) 🤯#LOSCMHSC pic.twitter.com/vINhv5aa3I— LOSC (@losclive) March 10, 2025
Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira