Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson, Sigrún Helga Lund, Jón Gunnar Bernburg og Helga Zoega skrifa 11. mars 2025 08:32 Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir rúma viku verður gengið til rektorskosninga í Háskóla Íslands. Í kjöri eru nokkrir einstaklingar sem allir hafa verið metnir hæfir til þess að gegna embættinu. Hæfismat samanstendur af nokkrum ólíkum þáttum en vísast eru matsþættir bæði ólíkir og sumir þeirra eru mikilvægari en aðrir. Við teljum þessa þrjá þætti skipta mestu máli við val á rektor: Í fyrsta lagi skilning á og reynslu af stjórnun í flóknu umhverfi skóla- og rannsóknastarfs. Það er erfitt að sjá fyrir sér að rektor sem hefur ekki þennan skilning í ríkum mæli sé líklegur til stórræða. Í öðru lagi þarf rektor að hafa góða yfirsýn yfir vísindastarf – ekki aðeins á eigin sviði, heldur einnig geta áttað sig á styrkleikum og þörfum annarra fræðigreina. Þetta krefst mikillar reynslu af kennslu og rannsóknum – og sú reynsla þarf að vera alþjóðleg jafnt sem innlend. Í þriðja lagi er algjört lykilatriði að rektor sé baráttumanneskja, tilbúinn til að beita sér gagnvart stjórnmálaöflum og ríkisvaldinu af fullum krafti. Við vitum af reynslunni að stjórnvöld geta gengið hart fram gegn Háskóla Íslands án skilnings á kjölfestuhlutverki Háskólans í íslensku rannsóknasamfélagi. Magnús Karl Magnússon er búinn öllum þessum styrkleikum. Hann hefur margra ára farsæla reynslu af stjórnun innan Háskóla Íslands. Hann hefur dýrmæta reynslu af kennslu og rannsóknum við Háskólann og rannsóknastofnanir í Bandaríkjunum og hefur náð miklum árangri á sínu sérsviði. Auk þess hefur Magnús Karl sýnt að hann getur barist af hörku og visku fyrir því að íslenskt rannsóknasamfélag blómstri með virkri gagnrýni, skrifum og þátttöku í þróunarstarfi í yfir tuttugu ár. Við undirrituð treystum Magnúsi Karli best til að gegna starfi rektors Háskóla Íslands og hvetjum ykkur öll sem atkvæðisrétt hafið til að kjósa hann í rektorskosningum sem framundan eru. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Helga Zoega, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun