Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2025 14:50 Elon Musk, auðugasti maður heims og eigandi X. AFP/Alain Jocard Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“. Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar. Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Truflanirnar greindust víðsvar um heiminn yfir um sex klukkustunda skeið og hafa notendur einnig kvartað yfir truflunum í morgun. Hópur tölvuþrjóta sem nefnist Dark Storm hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Sá hópur er þekktur fyrir að tala máli Palestínumanna og hefur áður gert sambærilegar árásir á Ísrael, ríki innan NATO og í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt tæknimiðilsins Wired. Musk skrifaði á X í gær að árásir væru gerðar á samfélagsmiðilinn á hverjum degi. Þessi væri mun umfangsmeiri og annaðhvort væri stór hópur á bakvið hana eða ríki. Seinna um daginn sagði hann svo í viðtali á Fox News að IP-tölur tengdar árásinni hefðu uppruna á „Úkraínusvæðinu“. Auðjöfurinn hefur lengi verið gagnrýninn á stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu gegn innrás Rússa en í gær kallaði hann öldungadeildarþingmann „svikara“ fyrir að skrifa á X um nýlega heimsókn sína til Úkraínu og kalla eftir áframhaldandi aðstoð. Illa varðir vefþjónar Eins og Musk sagði í gær eru tölvuárásir daglegt brauð hjá fyrirtækjum eins og X. Þess vegna hefur það vakið furðu sérfræðinga að X hafi farið á hliðina í gær og það eins lengi og raunin varð. Wired hefur eftir nokkrum greinendum að þeir hafi fundið vísbendingar um að einhverjir vefþjónar samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi ekki verið varðir nægilega vel og því hafi verið hægt að ráðast beint á þá. Netöryggissérfræðingar hafa gagnrýnt Musk fyrir ummæli hans um uppruna árásarinnar. Einn þeirra benti í samtali við AP fréttaveituna á að IP-tölur tengdar árásinni hefðu verið raktar við staðsetninga víðsvegar um heiminn. Líklegt væri að notast hefði verið við svokallað „bottanet“ þar sem tölvuþrjótar nota snjalltæki til að beina mikilli umferð inn á tiltekna vefi, með tilheyrandi truflunum. Árásir sem þessar kallast á ensku „Distributed denial of service“ árásir eða „DDoS“ og er þeim ætlað að valda truflunum með því að auka álag á vefþjónum, í mjög einföldu máli sagt. Tölvuþrjótar notast við tæki sem þeir hafa náð tökum á víðsvegar um heiminn og geta þeir einnig dulbúið hvaðan IP-tölurnar koma. Því er lítið sem ekkert að marka uppruna IP-tala þegar kemur að því að leggja mat á það hver beri ábyrgð á DDoS-árásum. Prófessor við Oxford háskóla sagði BBC að ummæli Musks væru þvættingur. Fyrrverandi yfirmaður netöryggisstofnunar Bretlands sagði miðlinum að DDoS-árásir sem þessar væru mjög gamlar og það að þessi árás hefði valdið skaða á X, benti til þess að netöryggi samfélagsmiðilsins væri ábótavant. Hann sagðist í fljótu bragði ekki muna til þess að kerfi fyrirtækis álíka X í stærðargráðu og umsvifum hefði farið á hliðina vegna DDoS árásar.
Bandaríkin Tölvuárásir Elon Musk X (Twitter) Samfélagsmiðlar Úkraína Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira