Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:07 Pakistanskir hermenn í Balochistan í morgun. AFP/Banaras Khan Yfirvöld í Pakistan segja að minnsta kosti 190 gísla hafa verið frelsaða úr gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði en margir þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Vígamenn stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu. Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti. Pakistan Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti.
Pakistan Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira