Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 17:45 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni gegn Dortmund í vikunni, þegar Evrópuævintýri Lille lauk með 2-1 tapi. AP/Michel Euler Hákon Arnar Haraldsson, nýr varafyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er talinn þriðji verðmætasti leikmaður frönsku 1. deildarinnar, ef leikmenn PSG eru undanskildir. Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund. Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund.
Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35