Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar 13. mars 2025 13:31 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun