„Engin draumastaða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 09:32 Gunnar Magnússon tekur við Haukum í sumar. Hann mun að líkindum mæta þeim í úrslitakeppninni með Aftureldingu í vor. Vísir/Lýður Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður. Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Fótbolti Fleiri fréttir „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn