Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar 13. mars 2025 20:02 Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun