Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 08:02 Aðeins fáir stórir framleiðendur í Bandaríkjunum sjá sér hag í ofurtollunum sem Trump hefur hótað. Getty/Justin Sullivan Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu. Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð. Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Frá þessu greinir New York Times en Trump sagðist á samfélagsmiðlum í gær myndu grípa til aðgerða ef Evróupsambandið félli ekki frá 50 prósent tollum á bandarískt viský og fleiri vörur. Þess ber að geta að tollar ESB eru svar við tollaákvörðunum Trump sem tóku gildi í síðustu viku. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að hversu miklu leyti víninnviðirnir hér byggja á evrópskri sölu,“ segir Chris Leon, eigandi vínverslunarinnar Leon & Sons í New York. Ef vínin frá Evrópu séu tekin út úr jöfnunni hafi menn minna á milli handanna til að kaupa önnur vín, til að mynda bandarísk vín. Vínbransinn vestanhafs glímir nú þegar við ýmsa erfiðleika, meðal annars vegna minnkandi sölu og lokana víngerða. Þá hafa loftslagsbreytingar haft áhrif á framleiðsluna. Þessi til viðbótar hafa tollar Trump á vörur frá Kanada og Mexíkó haft áhrif en Kanadamenn hafa til að mynda svarað með því að taka bandarísk áfengi úr hillunum hjá sér. „Við höfum öll verið að bíða eftir næstu náttúruhamförum. Þetta eru ónáttúrulegar hamfarir,“ segir John Williams, eigandi fjölskylduvínframleiðandans Frog's Leap í Napa. Vínsalar í Bandaríkjunum eru þegar farnir að birgja sig upp af víni frá Evrópu en meðal annarra sem ofurtollar myndu koma niður á má nefna veitingastaði, sem myndu annað hvort þurfa að hætta að bjóða upp á evrópskt vín með matnum eða greiða fyrir það himinhátt verð.
Bandaríkin Evrópusambandið Áfengi Skattar og tollar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira