Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að á morgun dragi aðeins úr vindi, suðlæg átt fimm til tíu metrar. Lítilháttar rigning eða súld í flestum landshlutum en þurrt að kalla norðaustanlands. Áfram milt í veðri, hiti fimm til tíu stig.
Á sunnudag og mánudag verði sunnan tíu til átján metrar, en hægari austantil. Dálítil væta sunnan- og vestantil en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag:
Minnkandi vindur, suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s um hádegi. Skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.
Á sunnudag og mánudag:
Sunnan 10-18, hvassast í vindstrengjum vestanlands. Súld eða dálítil rigning um landið sunnan- og vestanvert. Hægari vindur og bjartviðri norðaustantil. Hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Sunnan 8-15 og vætusamt, en þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig. Snýst í vestan 5-10 síðdegis með slyddu eða snjókomu á vesturhelmingi landsins og kólnar. Dregur úr ofankomu um kvöldið.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og skýjað en stöku él við norðurströndina, hiti nálægt frostmarki. Bjartviðri sunnantil og hiti 0 til 4 stig. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi síðdegis með rigningu eða slyddu undir kvöld.
Á fimmtudag (vorjafndægur):
Útlit fyrir suðlæga átt og skúrir eða él, en léttir til á austanverðu landinu. Kólnar í veðri.