Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:42 Lionel Messi skoraði úr vítinu og endaði kvöldið á því að lyfta heimsbikarnum eftirsótta í fyrsta sinn. AP/Petr David Josek/Ariel Schalit Besti dagurinn í lífi argentínska knattspyrnusnillingsins Lionel Messi hefði kannski endað allt öðruvísi ef sömu dómarar hefðu verið í VAR-herberginu og á Meistaradeildarleik Atlético Madrid og Real Madrid í vikunni. Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit) HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit)
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira