„Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 11:31 Snorri Steinn Guðjónsson getur komið Íslandi inn á EM í Laugardalshöllinni í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson getur komið íslenska karlalandsliðinu í handbolta inn á Evrópumótið á næsta ári með sigri á Grikkjum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í dag. Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira