Körfubolti

Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik hjá Aþenu í Bónus deild kvenna í körfubolta í vetur.
Frá leik hjá Aþenu í Bónus deild kvenna í körfubolta í vetur. Vísir/Diego

Jóhanna Jakobsdóttir, formaður Körfuknattleiksdeildar Aþenu, átti endurkomu á KKÍ þingið í dag og var vel tekið.

Tillaga Aþenu um að fjölga liðum í Bónus deild kvenna var fyrst hafnað af þinginu fyrr í dag þar sem að hún kom of seint. Þá þurfti hún að fá 67 prósent atkvæða frá þinginu til að vera tekin fyrir en fékk aðeins 64 prósent.

Fulltrúar Aþenu voru ósáttir með þetta og yfirgáfu þingið. Þau fundu hins vegar smugu á reglunum og mættu aftur á þingið.

Aþena lagði í staðinn fyrir breytingartillögu á tillögu um fjölgun leikja í Bónus deild karla.

Breytingartillaga Aþenu hljómaði þannig að það verði sama fyrirkomulag hjá bæði körlum og konum sem þýddi um leið að Bónus deild kvenna yrði að tólf liða deild.

Jóhanna sagði að Bónus deild kvenna hafi verið mjög jöfn og spennandi í vetur sem og að tvö efstu liðin í 1. deild kvenna, Ármann og KR, hafi verið yfirburðarlið í deildinni en önnur lið hafi verið langt á eftir.

Umræða fór því fram um þessa tillögu og margir þingfulltrúar fögnuðu. Það er betra að ræða málið í stað þess að strunsa út.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×