Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:03 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth í 2-1 sigri Preston North End. PNEFC/Ian Robinson Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá. Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira