Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 09:03 Stefán Teitur Þórðarson fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth í 2-1 sigri Preston North End. PNEFC/Ian Robinson Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson tileinkaði náfrænku sinni markið mikilvæga sem hann skoraði á Englandi í gær, nánast nákvæmlega fimm árum eftir að hún féll frá. Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Skagamaðurinn var hetja Preston North End á laugardaginn þegar hann skoraði afar laglegt sigurmark í lok leiks, í 2-1 sigri gegn Portsmouth í ensku B-deildinni í fótbolta. Markið má sjá eftir 3 mínútur af myndbandinu hér að neðan. „Ég er auðvitað mjög glaður yfir að hafa skorað þetta mark. Bróðir minn er hérna með konunni sinni og tveimur sonum, og afi minn og amma eru hér líka. Svo það er stórkostleg tilfinning að hafa skorað með þau hérna, hjálpað liðinu og sýnt þeim hvað ég get gert,“ sagði Stefán í viðtali á heimasíðu Preston en hann er af miklum fótboltaættum. Þakklátur með ömmu og afa í stúkunni Þegar Stefán Teitur fagnaði markinu sínu þá lyfti hann upp annarri stuttbuxnaskálminni og benti á tattú sem hann er með á lærinu. Hann benti einnig til himna og minntist þannig frænku sinnar, Önnu Bjarkar Þorvarðardóttur, sem lést 16. mars 2020 eftir stutt veikindi. Það hafði því enn meiri þýðingu en ella fyrir Stefán að skora á laugardaginn: „Það hefur alla þýðingu fyrir mig. Ég er með tattú til minningar um móðursystur mína en á morgun [í gær] eru fimm ár frá því að hún lést. Eins og ég sagði þá eru afi minn og amma líka hérna og ég er svo þakklátur fyrir að þau skyldu vera hérna þegar ég skoraði,“ sagði Stefán Teitur sem nú hefur skorað tvö mörk í ensku B-deildinni, eftir komuna frá Silkeborg í Danmörku í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Preston North End FC (@pnefcofficial) Ljóst er af viðbrögðum á samfélagsmiðlum Preston að stuðningsmenn félagsins virðast hæstánægðir með Stefán. Liðið er nú í 14. sæti deildarinnar en á afar spennandi tíma fyrir höndum og þá ekki síst Stefán sjálfur. Stefán Teitur Þórðarson glaðbeittur eftir sigurinn gegn Portsmouth.PNEFC/Ian Robinson Spenntur fyrir landsleikjum og bikarslag við Villa Hann kveðst nefnilega hlakka mikið til komandi landsleikja gegn Kósovó á fimmtudag og sunnudag – fyrstu landsleikjanna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar – en bíður einnig eftir leiknum við Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins. Það verður heimaleikur Preston sem fram fer 30. mars: „Það eru allir svo spenntir og dagskráin með landsliðinu hentar vel því við spilum seinni landsleikinn á sunnudaginn. Ég kem því aftur til Englands á mánudaginn svo við höfum alla vikuna til að undirbúa okkur fyrir Villa-leikinn. Þetta verður frábær leikur og vonandi eru allir í kringum félagið eins og við leikmennirnir því við getum bara ekki beðið,“ sagði Stefán Teitur.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira