Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 10:26 Maður gengur fram hjá höfuðstöðvum kínverska fyrirtækisins Huawei í Brussel. Fyrirtækið er sakað um að múta Evrópuþingmönnum til þess að ganga erinda þess. AP/Sylvain Plazy Saksóknarar í Belgíu rannsaka nú spillingarmál á Evrópuþinginu í Brussel sem er sagt snúast um meintar mútugreiðslur kínverska tæknirisans Huawei. Rannsóknin er sögð beinast að fimmtán fyrrverandi og núverandi þingmönnum auk fulltrúa tæknifyrirtækisins. Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár. Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Húsleit var gerð á 21 stað í Brussel, Flæmingjalandi og Vallóníu í Belgíu og Portúgal og nokkrir voru handteknir í aðgerðunum á fimmtudag, að sögn blaðsins Politico. Belgísku saksóknararnir sögðust þá rannsaka greiðslur til stjórnmálamanna fyrir að tala fyrir tilteknum skoðunum og óhóflegar gjafir eins og matar- og ferðaútgjald og regluleg boð á fótboltaleiki til þess að fá þá til þess að ganga erinda Huawei. Þetta á að hafa átt sér stað reglulega og á laun frá árinu 2021 allt fram á þennan dag. Hollenskir og belgískir fjölmiðlar sem sögðu fyrst frá hneykslinu fullyrða að málið tengist fimmtán núverandi og fyrrverandi Evrópuþingmönnum og að einn háttsettur málafylgjumaður Huawei sé einn þeirra grunuðu. Politico segir að lögreglumenn hafi innsiglað skrifstofur aðstoðarmanna ítalskra og búlgaskra Evrópuþingmanna. Annað stóra spillingarmálið á örfáum árum Evrópuþingið gerði málafylgjumenn Huawei brottræka úr húsakynnum þess „í varúðarskyni“ á föstudag. Talsmaður Huawei sagði fyrirtækið taka ásökunum alvarlega. Það liði enga spillingu eða lögbrot. Kínverska fyrirtækið er sagt hafa haft alla anga úti til þess að hafa áhrif á valdamenn í Brussel á öðrum áratug aldarinnar. Eftir að áhyggjur vestrænna ríkja af því að þau reiddu sig á 5G-búnað frá Kína jukust árið 2019 hafi Huawei boðið bæði fjölmiðla- og stjórnmálamönnum fúlgur fjár til þess að hafa áhrif á ríkisstjórnir í Evrópu. Fjöldi Evrópuríkja hefur bannað kaup á tækjabúnaði frá Huawei af ótta við að kommúnistastjórn Kína geti nýtt hann til njósna. Huawei hefur ítrekað hafnað þeim ásökunum. Þetta er annað stóra spillingarmálið sem kemur upp á Evrópuþinginu á innan við þremur árum. Árið 2022 komu fram ásakanir um að Evrópuþingmenn hefðu þegið fé frá katörskum stjórnvöldum til þess að gera lítið úr áhyggjum af aðbúnaði verkafólks í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem var haldið þar það ár.
Belgía Evrópusambandið Huawei Efnahagsbrot Kína Tengdar fréttir Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 10. desember 2022 09:37