Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar 20. mars 2025 10:02 Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tannheilsa Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tannheilsa skiptir höfuðmáli þegar kemur að almennri heilsu og vellíðan. Það ætti að vera og er einfalt skref að grípa í tannburstan tvisvar á dag með flúortannkremi en einnig að fjarlægja bakteríur milli tanna einu sinni á dag með tannþræði, en þessi litla venja getur skipt sköpum fyrir heilsu fólks. Það má ekki gleyma mikilvægi tannþráðs. Hann er mikilvægur þáttur í bættri tannheilsu og getur fyrirbyggt vandamál sem geta haft áhrif á heilsu okkar til lengri tíma litið. Í starfinu mínu sem tannlæknir, er ég stöðugt að hvetja fólk til að hugsa sem best um tennurnar sínar. Sumir hafa jafnvel sagt að ég sé að vinna gegn sjálfri mér með þessum boðskap, því færri tannskemmdir gætu þýtt minna að gera fyrir tannlækna. En í raun er það alls ekki málið. Tannlæknar leggja mikla áheyrslu á forvarnar og fræðslu í sinni vinnu. Það er lykilatriði að grípa vandamál áður en þau stækka og valda meiri heilsufarslegum afleiðingum. Því meira sem við getum frætt og stuðlað að forvörnum, því betri verður tannheilsa samfélagsins. Ef einhver gæti síðan bent mér á markaðsstjórann sem fann upp á „7-skref-húðrútínu“, þá væri ég til í að tala við hann. Mig langar að finna leið til að fá fólk til að tileinka sér „2-skrefa“-tannhirðurútínu: tannburstun með flúortannkremi og tannþráður daglega. Ekki nóg með að það dragi úr tíðni tannskemda, heldur myndi það einnig bæta andardrátt, stuðla að betri almennri heilsu með því að hindra að bakteríur dreifist um líkamann, og jafnframt efla sjálfstraust með hreinu og fallegu brosi. Ef ég mætti biðja þig, kæri lesandi, um að taka eitt með þér úr þessum pistli í tilefni tannverndarvikunnar, þá væri það að tannheilsa er grunnurinn að almennri heilsu þinni. Ég vona innilega að þú hugir vel að sjálfum þér, gefir þér nokkrar mínútur á dag til að sinna þessari mikilvægu rútínu og njótir allra þeirra kosta sem henni fylgja. Höfundur er tannlæknir.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun