Segir Arnór líta ruddalega vel út Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 13:31 Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö. Malmö FF Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“ Sænski boltinn Mest lesið Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“
Sænski boltinn Mest lesið Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira