Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 09:31 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ. Vísir/Sigurjón Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi. Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni. KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Kristinn Albertsson var kjörinn á ársþingi KKÍ um helgina og tekur við starfinu af Guðbjörgu Norðfjörð sem hafði aðeins verið formaður í tvö ár en verið tvo áratugi í stjórn. Hann tekur við á hvað mest spennandi tíma ársins. „Mjög skemmtilegur tími fram undan, VÍS-bikarinn þessa vikuna og svo mjög spennandi lokaumferð í Bónus-deildinni í næstu viku. Svo eru auðvitað EuroBasket,“ segir Kristinn í samtali við íþróttadeild. Klippa: Sé hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Kristinn segist koma inn með ferska sýn. „Auðvitað koma alltaf breytingar með nýjum mönnum. Stjórnin er tíu manns og ég er einn af tíu. Ég kannski bý að því, sem ég held að sé kostur frekar en galli, að koma utan að hafandi séð hreyfinguna utanfrá. Ég kem ferskur og með engar fyrirfram skoðanir á fullt af málum,“ „Ég horfi á þetta þannig að við stöndum á ákveðnum krossgötum. Það hefur verið frábært að sjá velgengnina undanfarin ár en ég held það sé kominn tími á næsta skref að lyfta okkur upp. En það þarf peninga í það, og það er verkefnið,“ segir Kristinn. Af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þau skref séu að stækka körfubolta á Íslandi enn frekar. „Við viljum stækka útbreiðsluna frekar og sækja frekari peninga frá alþjóðasamböndum, sem er skammarlega lítið, sem kemur þaðan. Ég sakna þess að hafa körfubolta á áður frábærum stöðum eins og Stykkishólmi, Borgarnesi eða Ísafirði. Ég vil sjá útbreiðsluna sem mesta. Ég hef til að mynda oft spurt mig af hverju er ekki körfubolti á Húsavík? Þetta er útbreiðslan og að stækka körfuboltann eins og hægt er. Það er verkefnið,“ segir Kristinn. Einnig þarf að finna nýjan landsliðsþjálfara kvenna en tilkynnt var á dögunum að Benedikt Guðmundsson myndi ekki sinna starfinu áfram. „Það bíður. Við búum að því að eiga fullt af góðum þjálfurum og það verður bara gengið í það,“ segir Kristinn sem kemur einnig inn á það að tækifæri séu til bóta hjá kvennalandsliðinu og horfir til þess að körfuboltalandslið kvenna komi sér á stórmót, rétt eins og landslið kvenna í fótbolta og handbolta. Komast að niðurstöðu og eyða tíma í annað Mál erlendra leikmanna hafa verið stærsta þrætueplið innan hreyfingarinnar undanfarin ár og reglum um þá verið breytt ítrekað síðustu ár. Á þingi helgarinnar var stjórn KKÍ falið að finna lausn til framtíðar og Kristinn kallar eftir meiri fasta í reglugerðinni. „Það kom þægilega á óvart að þessi málaflokkur var ekki mikið ræddur á þinginu. Ólíkt undanfarin ár þegar þetta hefur oft heltekið þingið. Niðurstaðan var að vísa þessu til stjórnar til að finna breiða lausn á því. Það var eyrnamerkt að það yrðu þrír erlendir leikmenn og þá tveir með íslenskt vegabréf inni á leikvellinum hverju sinni,“ segir Kristinn og bætir við: „Það virðist vera þokkaleg samstaða um það en hlutverk stjórnarinnar er að skoða fleiri kosti og hlusta á fleiri félög. En það kom þægilega á óvart hvað það voru mörg félög sem studdu það sem lagt var til,“ „Mín von er sú að við finnum einhverja lendingu, hver svo sem lendingin verður, og við hættum að ræða þetta og festum þetta í sessi, ég hef talað um sex ár, séum ekki að ræða þetta á hverju einasta þingi og setjum tímann frekar í eitthvað annað,“ segir Kristinn. Hvorki sjálfbært né til bóta Mikið hefur verið fjallað um þann mikla fjölda erlendra leikmanna sem bæst hafa í deildina í ár. Þá virtust lið fara í ákveðna pissukeppni um mitt mót þegar hver NBA-leikmaðurinn og stóra nafnið rakti annað í Bónus deild karla - allir virtust vilja toppa hvern annan. Kristinn segir þetta ekki sjálfbært. „Þetta er auðvitað smá trade off. Annars vegar viljum við hafa þetta sem sterkasta deild og það höfum við að einhverju leyti verið að gera með útlendingum, en svo hins vegar að tryggja að íslenskir leikmenn fái tækifæri,“ „Rétt jafnvægi þarf að finnast í þessu. Eins og þetta keppnistímabil hefur verið er ég ekki viss um að það sé sjálfbært og ég er heldur ekki viss um að það sé íslenskum körfubolta til bóta. En við sjáum til,“ segir Kristinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum efst í greininni.
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira