„Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. mars 2025 19:27 Einar Árni segir sínum konum til í leiknum í Smáranum í dag. Vísir/Anton Brink „Já, ég held það,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur hvort það hafi truflað hans lið að fyrir leikinn gegn Hamri/Þór bjuggust flestir við sigri hjá sjóðheitu liði Njarðvíkinga. Njarðvík hafði sigur að lokum eftir æsispennu á síðustu sekúndunum. „Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
„Ég held að það hafi verið pínu að trufla að við ættum að vinna. Við erum búin að vera á góðu flugi, þetta er tíundi sigurleikur okkar í röð, og margir feykigóðir að undanförnu. En það hafa líka verið leikir þar sem við höfum þurft að klóra okkur í gegnum eins og í dag,“ sagði Einar Árni í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. „Ég er bara feykiánægður með karakterinn sem við sýnum á móti frábæru liði Hamars/Þórs sem mér fannst spila vel í dag.“ Brittany Dinkins var gríðarlega öflug hjá Njarðvík en sóknarfráköstin sem liðið tók á lokamínútunum voru sömuleiðis afar dýrmæt. „Það voru dýrmætir hlutir sóknarmegin, þessi sóknarfráköst og mér fannst við leita í réttu aðgerðirnar á síðustu fimm mínútunum. Við náðum að koma okkur í forystu á betri varnarleik,“ sagði Einar en Njarðvík komst í 79-72 áður en Hamar/Þór tókst að setja þrjár ótrúlegar þriggja stiga körfur og búa til spennu. „Síðan sýna þær þvílíkan vilja að koma til baka og setja fáránlega erfið skot. Ég var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti að taka leikhlé til að stilla okkur af. Mér leið líka vel með stelpurnar á vítalínunni, þær voru að setja vítin og það var stórt og taldi mikið í restina.“ Baráttan í Smáranum í dag var hörð.Vísir/Anton Brink Framundan er úrslitaleikur hjá Njarðvík á laugardag og sagðist Einar eftir leik vera ánægður með að leikurinn hafi þróast á þann hátt sem hann gerði og sagðist ekki vera smeykur um að tilfinningin að vera hræddur að tapa leiknum mynda fylgja hans liði í úrslitin. „Alls ekki. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn, datt í smá Pollýönnu eftir leik, að það væri miklu meira úr þessu hafa heldur en að vinna með tuttugu. Held það hefðu fáir verið hissa á því held ég fyrirfram, miðað við alla umræðu. Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn. Það er það sem ég trúi.“ „Ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór“ Einar Árni sagði framundan hörku úrslitaleik á laugardag sama hvort Grindavík eða Þór Akureyri yrði mótherjinn. „Við höfum farið í alls konar erfið verkefni. Það var enginn ánægður með bikardráttinn þegar við drógumst gegn Keflavík, enginn í körfuboltasamfélaginu í Njarðvík, það var enginn peppaður. Við vorum til í verkefni og kláruðum það sterkt. Við erum að fara að mæta hörkuliði á laugardaginn.“ „Ef það verður Grindavík þá er það pressulaust lið fyrir allan penginn. Búnar að vera slakar stórum hluta vetrar, komnar í bikarúrslit og vita ekki hvort þær fara í úrslitakeppni. Stórhættulegt lið með fullt af öflugum leikmönnum.“ Hann sagðist þó eftir smá umræðu vera á því að Þór myndi verkefnið gegn Grindavík. „Ef Þór, þá er það liðið sem var lengst af ekki bara næst besta liðið, heldur besta liðið því þær unnu Hauka tvisvar í röð og meðal annars til að koma sér hingað. Við fáum hörkuleik en ég þori ekki að spá um það. Ef ég horfi í veturinn í heild og ef þú myndir pína mig, þá held ég að það verði Þór. En ég yrði ekki hissa þó það yrði Grindavík og það hlýtur að koma að því að þær springa út.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Hamar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira