Framkvæmdastjóri Formúlu 1, Stefano Domenicali, hitti forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra, þar sem þeir ræddu um möguleikann á að vera með keppni í Bangkok frá 2028.
Lögleg kappakstursbraut er í Buriram í norðaustur-Taílandi en keppnin í Bangkok myndi fara fram inni í borginni.
Domenicali kvaðst hrifinn af áætlunum Taílendinga og Paetongtarn telur að það væru mikil búdrýgindi fyrir þjóðarbúið.
Eins og staðan er núna fara fjórar af 24 keppnum í Formúlu 1 á hverju tímabili fram í Asíu.