Lífið

Eftir­lætis lasagna fjöl­skyldunnar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðrún Veiga deildi ljúffengri uppskrift að lasagna með fylgjendum sínum á Instgram.
Guðrún Veiga deildi ljúffengri uppskrift að lasagna með fylgjendum sínum á Instgram.

Hin bráðfyndna og litaglaða Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengu lasagna með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að þessi réttur hafi verið eftirlætis réttur fjölskyldunnar í meira en tólf ár og fannst loksins kominn tími til að hann fengi sitt pláss á síðunni hennar.

Eftirlætis lasagnauppskrift Guðrúnar Veigu og fjölskyldu

Hráefni:

500 gr hakk

ca. 200 gr beikon

Ein krukka sólþurrkaðir tómatar

1 lítil dós tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dl vatn

Einn pakki lasagne plötur

Ein stór dós kotasæla

Rifinn ostur

Krydd:

Svartur pipar

Salt

Oregano

Chilli-krydd

Paprikukrydd

Tacokrydd

Cayenne pipar

1/2 nautateningur

Aðferð:

Steikið hakkið á pönnu við vægan hita.

Kryddið með salti, pipar, papriku, oregano og tacokryddi (sirka hálfum poka). Setjið örlítið af cayanne pipar og chillikrydd eftir smekk.

Saxið beikonið og steikið létt á annarri pönnu. Blandið því svo saman við hakkið þegar það hefur tekið lit. Látið beikonfituna gossa af pönnunni líka.

Sigtið olíuna af sólþurrkuðu tómötunum og saxið þá smátt. Bætið þeim við hakkið og beikonið.

Hellið niðursoðnu tómötunum og tómatpúrrunni á pönnuna.

Vatn saman við og hálfur teningur af nautakrafti. Leyfið þessu að malla í góða stund.

Ég bæti stundum kotasælu við þegar ég smakka í lokin - svona ef ég hef farið of geyst í öll kryddin eða ef mér finnst sósan of þunn.

Raðið saman:

Hakkblanda, ostur, aldrei of mikið af osti, lasagneplötur, kotasæla. Endurtaka. Ostur yfir. 

Inn í ofn á 180 gráður í sirka 30 mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.