Sport

Rak þjálfarann eftir tvær vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emmu Raducanu helst illa á þjálfurum.
Emmu Raducanu helst illa á þjálfurum. ap/Lynne Sladky

Breska tenniskonan Emma Radacanu er búin að losa sig við enn einn þjálfarann. Samstarf þeirra Vladimirs Platenik entist í tvær vikur.

Raducanu sigraði japanska táninginn Sayaka Ishii í 1. umferð Miami Open í gær. Platenik var ekki á staðnum og seinna kom í ljós að Raducanu hafði slitið samstarfi þeirra eftir aðeins fjórtán daga.

Platenik þykir fær þjálfari en nokkuð krefjandi í samstarfi. Samkvæmt talsmönnum Raducanus ber hún mikla virðingu fyrir Platenik en fannst eins og samstarf þeirra væri ekki á réttri leið.

Raducanu hefur verið dugleg að skipta um þjálfara undanfarin misseri. Frá sumrinu 2021 hefur hún verið með níu þjálfara.

Hin 22 ára Raducanu mætir Emmu Navarro í 2. umferð Miami Open á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×