Erlent

Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Úlfar stuðla að matarsóun og munu því ekki lengur njóta verndar á Spáni, segir þingið.
Úlfar stuðla að matarsóun og munu því ekki lengur njóta verndar á Spáni, segir þingið. Getty/Silas Stein

Spænska þingið samþykkti í gær lagafrumvarp sem miðar að því að draga úr matarsóun í landinu, sem er talin nema um 1,2 milljörðum kílóa á ári.

Sem er ef til vill ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá staðreynd að viðauki við lögin þýðir að banni við veiðum á úlfum verður í raun aflétt.

Bandalag flokka undir forystu íhaldsflokksins Partido Popular talaði fyrir viðaukanum, þar sem því er haldið fram að úlfar stuðli að matarsóun með drápum sínum á um það bil 14 þúsund rollum og nautgripum árlega.

Drápin verði til þess að um 14 milljón kíló af kjöti fara forgörðum, sem sé, jú, matarsóun.

Gagnrýnendur hafa fordæmt viðaukann harðlega og segja tölurnar hér að ofan ekki byggja á neinum haldbærum gögnum. Um sé að ræða bakdyraleið til að opna aftur á úlfaveiðar.

Úlfurinn verður nú ekki lengur á lista yfir verndaðar tegundir í landinu.

Veiðimenn hafa spáð fyrir um mikla fjölgun úlfa á Spáni eftir að tegundin var vernduð árið 2021. Hún hefur hins vegar ekki raungerst og fjöldinn haldist stöðugur í kringum 2.500 einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×