Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar 24. mars 2025 11:30 Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í vikunni kýs starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands rektor til að leiða skólann næstu fimm árin. Eftir að kosið hefur verið á milli fimm hæfra frambjóðenda standa tveir ólíkir kandidatar eftir. Annan þeirra hef ég þekkt í meira en hálfa öld og farið með honum í gegn um barnaskóla, grunnskóla, menntaskóla og svo enduðum við saman í numerus clausus prófunum í lækna-og tannlæknadeild. Eftir framhaldsnám lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Háskólans þegar Magnús Karl var deildarforseti Læknadeildar og undirritaður deildarforseti Tannlæknadeildar. Það samstarf varð því miður styttra en til stóð því Magnús Karl ákvað að hætta sem deildarforseti Læknadeildar og draga úr sinni akademísku virkni þegar Ellý kona hans greindist með Alzheimer. Fyrir hann var það mjög mikilvægt að þau næðu nokkrum góðum árum saman áður en þessi hræðilegi sjúkdómur ágerðist. Þeir sem hafa kynnt sér Magnús Karl og hans störf vita vel að hann er mikilsvirtur vísindamaður og að rannsóknir hans hafa haft áhrif í læknisfræði nútímans. Magnús hefur séð um lyfjafræðikennslu í Tannlæknadeild í mörg ár. Það var mjög gaman fyrir mig að heyra frá tannlæknanemum að hann væri frábær kennari og í raun einn besti kennari sem þau hefðu haft á sinni löngu skólagöngu. Hann er einn af þeim kennurum sem brenna virkilega fyrir efninu og leggja sig fram um að koma því til skila á sem áhugaverðastan hátt. En það vita það ekki allir að Magnús Karl er líka keppnismaður. Sem krakkar vorum við vinirnir alltaf að keppa í einhverju, vorum saman fótbolta, blaki og fleiri íþróttum. Hápunktur íþróttaferils okkar Magnúsar var þegar við spiluðum fyrir Íslands hönd í ungmennalandsliðinu í blaki. Strax á unga aldri var Magnús Karl meiri hugsuður en við félagarnir og okkur fannst hann stundum hálfgerður „prófessor.“ En það kom yfirleitt í bakið á okkur að vanmeta Magnús Karl því hann er gríðarlegur keppnismaður og var okkur fremri í flestri keppni. Þetta virðist ekkert hafa breyst því hann setur sér markmið og framkvæmir þau. Hvort sem það snýst um að hlaupa maraþon á „gamals“ aldri eða berjast fyrir Háskóla Íslands. Þess vegna styð ég keppnismanninn Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundur er prófessor við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun