Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 11:30 Heimir Hallgrímsson gaf ungum aðdáendum eiginhandaráritun fyrir leikinn við Búlgaríu í Dublin í gærkvöld. Ekki eru þó alveg allir jafnhrifnir af honum sem landsliðsþjálfara. Getty/Thomas Flinkow Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira