Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2025 14:14 Hörður Guðmundsson segir frá alþjóðaútgerð Flugfélagsins Ernis í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Fyrir aftan er samskonar flugvél og hann byrjaði með á Ísafirði fyrir 55 árum. Egill Aðalsteinsson Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. Stiklað er á stóru í flugútrás Íslendinga í gegnum tíðina í sjöunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2, sem jafnframt er sá fyrsti í þáttaröð númer tvö. Alþjóðaútrásin hefur ekki aðeins verið bundin við stóru flugfélögin heldur hafa smærri íslensk félög sem og einstaklingar í fluginu einnig sótt sér verkefni utan Íslands. Hörður nýtti Twin Otterinn meðal annars í flugi fyrir Rauðakrossinn víða um Afríku.Úr einkasafni Hörður byrjaði á verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kenýa með flugi inn í Suður-Súdan sem átti að standa í þrjá mánuði. Flug fyrir Rauðakrossinn víða í Afríku bættist við og fór svo að Afríkuverkefnin entust meira og minna í ellefu ár. Þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir öfluðu sér báðar dýrmætrar reynslu erlendis áður en þær fengu starf á Íslandi.Egill Aðalsteinsson Margir íslenskir flugmenn hafa þurft að sækja út fyrir landsteinana eftir starfi. Það er óvíst að þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir væru að stýra einni af Boeing MAX-vélum Icelandair ef ekki væri fyrir verkefni erlendis, þar sem þær öfluðu sér dýrmætrar starfsreynslu. Hörður Guðmundsson flaug ekki bara eigin flugvélum erlendis. Hann flaug einnig fyrir Arngrím Jóhannsson í Air Atlanta sem þotuflugmaður á Boeing 737. Ómar Benediktsson segir frá Íslandsflugi.Egill Aðalsteinsson Íslandsflug byrjaði sem lítið innanlandsfélag á grunni Arnarflugs en átti síðar eftir að verða umsvifamikið í flugútrás Íslendinga. Ómar Benediktsson, sem stofnaði Íslandsflug ásamt Gunnari Þorvaldssyni, lýsir því hvernig þotunum fjölgaði jafnt og þétt, bæði í fraktflugi og leiguflugi með farþega. Loftleiðir Icelandic eru félag sem Icelandair stofnaði árið 2002 um leiguflug víða um heim. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri segir reksturinn styðja við bakið á öðrum rekstri Icelandair. Boeing 757-þota Loftleiða Icelandic í flugtaki á Suðurpólnum. Næsti þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um 757-þotuna í þjónustu Íslendinga.Loftleiðir Icelandic Meginhlutverkið í upphafi hafi verið að jafna út árstíðarsveiflu Icelandair en síðan hafi félagið einnig vaxið á öðrum sviðum, ekki síst í lúxusferðum. Þannig hefur félagið síðustu misseri verið með þrjár sérinnréttaðar þotur sem eingöngu sinna lúxusferðum fyrir efnafólk, bæði hnattreisum og ferðum um einstaka heimsálfur. Nánar má heyra um þessu ólíku verkefni í þessu átta mínútna myndskeiði úr þættinum: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar annaðkvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars, verður fjallað um Boeing 757-þotuna í þjónustu Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Stiklað er á stóru í flugútrás Íslendinga í gegnum tíðina í sjöunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2, sem jafnframt er sá fyrsti í þáttaröð númer tvö. Alþjóðaútrásin hefur ekki aðeins verið bundin við stóru flugfélögin heldur hafa smærri íslensk félög sem og einstaklingar í fluginu einnig sótt sér verkefni utan Íslands. Hörður nýtti Twin Otterinn meðal annars í flugi fyrir Rauðakrossinn víða um Afríku.Úr einkasafni Hörður byrjaði á verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kenýa með flugi inn í Suður-Súdan sem átti að standa í þrjá mánuði. Flug fyrir Rauðakrossinn víða í Afríku bættist við og fór svo að Afríkuverkefnin entust meira og minna í ellefu ár. Þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir öfluðu sér báðar dýrmætrar reynslu erlendis áður en þær fengu starf á Íslandi.Egill Aðalsteinsson Margir íslenskir flugmenn hafa þurft að sækja út fyrir landsteinana eftir starfi. Það er óvíst að þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir væru að stýra einni af Boeing MAX-vélum Icelandair ef ekki væri fyrir verkefni erlendis, þar sem þær öfluðu sér dýrmætrar starfsreynslu. Hörður Guðmundsson flaug ekki bara eigin flugvélum erlendis. Hann flaug einnig fyrir Arngrím Jóhannsson í Air Atlanta sem þotuflugmaður á Boeing 737. Ómar Benediktsson segir frá Íslandsflugi.Egill Aðalsteinsson Íslandsflug byrjaði sem lítið innanlandsfélag á grunni Arnarflugs en átti síðar eftir að verða umsvifamikið í flugútrás Íslendinga. Ómar Benediktsson, sem stofnaði Íslandsflug ásamt Gunnari Þorvaldssyni, lýsir því hvernig þotunum fjölgaði jafnt og þétt, bæði í fraktflugi og leiguflugi með farþega. Loftleiðir Icelandic eru félag sem Icelandair stofnaði árið 2002 um leiguflug víða um heim. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri segir reksturinn styðja við bakið á öðrum rekstri Icelandair. Boeing 757-þota Loftleiða Icelandic í flugtaki á Suðurpólnum. Næsti þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um 757-þotuna í þjónustu Íslendinga.Loftleiðir Icelandic Meginhlutverkið í upphafi hafi verið að jafna út árstíðarsveiflu Icelandair en síðan hafi félagið einnig vaxið á öðrum sviðum, ekki síst í lúxusferðum. Þannig hefur félagið síðustu misseri verið með þrjár sérinnréttaðar þotur sem eingöngu sinna lúxusferðum fyrir efnafólk, bæði hnattreisum og ferðum um einstaka heimsálfur. Nánar má heyra um þessu ólíku verkefni í þessu átta mínútna myndskeiði úr þættinum: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar annaðkvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars, verður fjallað um Boeing 757-þotuna í þjónustu Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44